Innlent

Hitamet slegið fjórða mánuðinn í röð

SB skrifar
Hitametin eru víða slegin.
Hitametin eru víða slegin.
Júní 2010 var fjórði mánuðurinn í röð þar sem hitamet er slegið. Þá var júní 304. mánuðurinn í röð þar sem hitastigið var yfir meðalhita 20. aldar. Þetta kemur fram á vefnum loftslag.is.

Þar kemur jafnframt fram að tímabilið apríl-júní sé það heitasta samkvæmt skráninu á Norðurhveli.

Vísir ræddi við veðurfréttamann á Veðurstofu Ísland sem sagði að júní mánuður hefði verið sá hlýjasti frá upphafi mælinga á Íslandi. Ekki væri víst að júlí myndi slá júní við því þó heitt hafi verið á Suð-Vestur horninu og Suðurlandi hefur verið kaldar fyrir norðan og á Austurlandi.

Spurður um framhaldið þessa vikuna fengust þær upplýsingar að ekki væri víst að hitinn næði 20 stigum á morgun. Það myndi smám saman þykkna upp eftir því sem liði á vikuna og hugsanlega færi að rigna á föstudaginn.

Þá bar á mistri á Eyrarbakka þrátt fyrir að hreyfði ekki vind - hugsanlega öskufok þó það fengist ekki staðfest.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×