Erlent

Hitamet féll á Suðurskautslandinu

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
VÍSIR/EPA
Líkur eru á að sögulegt hitamet hafi fallið á Suðurskautslandinu í loks mars. Samkvæmt mælingum á veðurathugunarstöð á norðurskaga Suðurskautslandsins, sem birtar voru í dag, náði hiti 17,5 gráðum þann 24.  mars síðastliðinn.

Á sama tíma sýnir ný rannsókn á ísmassa vesturhluta Suðurskautslandsins að umfang hans hefur minnkað um sjötíu prósent á tíu árum. Ástæðan fyrir þessari þróun er, samkvæmt vísindamönnum, loftslagsbreytingar sem rekja má til losunar gróðurhúsalofttegunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×