Hinsegin dagar á Íslandi einstakir Hrund Þórsdóttir skrifar 6. ágúst 2013 18:50 Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fimmtánda sinn. Í fyrstu var þetta eins dags hátíð með um 1500 gestum en nú stendur dagskráin í sex daga og búist er við að um hundrað þúsund manns taki þátt. Í dagskrá Hinsegin daga er af nógu að taka en hana má nálgast í bæklingi sem víða liggur frammi og á netsíðunni reykjavikpride.com. Hátíðin hefst á menningarlegum nótum og farið verður í sögugöngu um miðborgina í kvöld, dagskráin nær síðan hápunkti með Gleðigöngunni á laugardaginn. „En svo eru óteljandi litlir viðburðir sem snerta mann kannski dýpra og eru mikilvægari en engu að síður er gleðigangan partýið í dagskránni,“ segir Eva María Þórarinsdóttir, formaður Hinsegin daga. Göngu- og öryggisstjórn Gleðigöngunnar fundaði í húsnæði Samtakanna 78 í dag og þar hangir uppi ljósmyndasýning sem sýnir tvær fyrstu göngurnar, árin 1993 og 1994. „Og öll gangan er jafnstór og lítið atriði í dag í göngunni, um 50 manns kannski. Þetta sýnir hversu afskaplega hröð þróunin hefur verið en við vitum líka að ef við pössum ekki upp á þetta sjálf getum við tekið skref aftur á bak,“ segir Eva. Í bókaversluninni Iðu í Lækjargötu er kaupfélag Hinsegin daga og þar er seldur ýmiss regnbogavarningur auk miða á viðburði hátíðarinnar. Ein af nýjungunum í ár er ball fyrir ungmenni undir tvítugu sem Eva segir að mætti sinna betur. „Þetta eru krakkar sem eru kannski að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum og eru viðkvæm og hrædd.“ Hún segir Gleðigönguna á Íslandi einstaka því allir séu velkomnir. Þá sé hún leið hinsegin samfélagsins til að þakka fyrir sig. Eva býst við að gangan verði á pólitískum nótum í ár. „Við erum ekki ein í heiminum og við berum ábyrgð á því að hjálpa þeim sem kannski lifa ekki við eins góðar aðstæður og við gerum á Íslandi,“ segir Eva að lokum. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fimmtánda sinn. Í fyrstu var þetta eins dags hátíð með um 1500 gestum en nú stendur dagskráin í sex daga og búist er við að um hundrað þúsund manns taki þátt. Í dagskrá Hinsegin daga er af nógu að taka en hana má nálgast í bæklingi sem víða liggur frammi og á netsíðunni reykjavikpride.com. Hátíðin hefst á menningarlegum nótum og farið verður í sögugöngu um miðborgina í kvöld, dagskráin nær síðan hápunkti með Gleðigöngunni á laugardaginn. „En svo eru óteljandi litlir viðburðir sem snerta mann kannski dýpra og eru mikilvægari en engu að síður er gleðigangan partýið í dagskránni,“ segir Eva María Þórarinsdóttir, formaður Hinsegin daga. Göngu- og öryggisstjórn Gleðigöngunnar fundaði í húsnæði Samtakanna 78 í dag og þar hangir uppi ljósmyndasýning sem sýnir tvær fyrstu göngurnar, árin 1993 og 1994. „Og öll gangan er jafnstór og lítið atriði í dag í göngunni, um 50 manns kannski. Þetta sýnir hversu afskaplega hröð þróunin hefur verið en við vitum líka að ef við pössum ekki upp á þetta sjálf getum við tekið skref aftur á bak,“ segir Eva. Í bókaversluninni Iðu í Lækjargötu er kaupfélag Hinsegin daga og þar er seldur ýmiss regnbogavarningur auk miða á viðburði hátíðarinnar. Ein af nýjungunum í ár er ball fyrir ungmenni undir tvítugu sem Eva segir að mætti sinna betur. „Þetta eru krakkar sem eru kannski að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum og eru viðkvæm og hrædd.“ Hún segir Gleðigönguna á Íslandi einstaka því allir séu velkomnir. Þá sé hún leið hinsegin samfélagsins til að þakka fyrir sig. Eva býst við að gangan verði á pólitískum nótum í ár. „Við erum ekki ein í heiminum og við berum ábyrgð á því að hjálpa þeim sem kannski lifa ekki við eins góðar aðstæður og við gerum á Íslandi,“ segir Eva að lokum.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira