LAUGARDAGUR 10. DESEMBER NŢJAST 14:38

Bretum m÷gulega bo­i­ a­ halda fer­afrelsi sÝnu innan ESB

FR╔TTIR

Hillary Clinton sigra­i Ý Nevada

 
Erlent
23:45 20. FEBR┌AR 2016
Hillary Clinton sigra­i Bernie Sanders naumlega Ý forkosningum Demˇkrata Ý Nevada-rÝki.
Hillary Clinton sigra­i Bernie Sanders naumlega Ý forkosningum Demˇkrata Ý Nevada-rÝki. V═SIR/GETTY

Hillary Clinton vann nauman sigur á Bernie Sanders í forkosningum Demókrataflokksins sem fram fóru í Nevada í dag.

Clinton vann með naumum meirihluta en þegar búið var að telja 82 prósent atkvæða var Clinton með 52 prósent atkvæða en Sanders 48 prósent.

Sanders hefur þegar viðurkennt ósigur sinn en úrslitin þýða að Clinton mun að minnsta kosti fá 18 af 35 kjörmönnum Nevada-ríkis. Alls þarf stuðning 2.383 kjörmanna til þess að hljóta útnefninguna sem forsetaefni Demókrataflokksins.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum

Sanders mun fá að minnsta kosti 14 kjörmenn frá Nevada en óvíst er hvernig kjörmenn úr þremur kjördæmum Nevada munu skiptast.

Sigurinn er kærkomin fyrir Clinton en Sanders hefur saxað verulega á forskot hennar í skoðanakönnum að undanförnu. Framundan eru mikilvægar kosningar þann 1. mars þegar Demókratar kjósa samtímis í tólf ríkjum þar sem um fjórðungur allra kjörmanna sem í boði verða undir.
Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / FrÚttir / Erlent / Hillary Clinton sigra­i Ý Nevada
Fara efst