Hill til skođunar hjá Keflavík

 
Körfubolti
15:30 31. JANÚAR 2016
Jerome Hill í leik Tindastóls og Hauka í vikunni.
Jerome Hill í leik Tindastóls og Hauka í vikunni. VÍSIR/ANTON

Jerome Hill gæti verið á leið til Keflavíkur en leikmannamál liðsins eru nú til skoðunar. Hill er nú án félags eftir að hann var leystur undan samningi sínum hjá Tindastóli.

Sjá einnig: Dempsey kominn aftur á Krókinn | Jerome Hill leystur undan samningi

Earl Brown er nú á mála hjá Keflavík en þrátt fyrir að liðið tróni á toppi Domino's-deildar karla kemur er staða hans hjá félaginu ekki örugg.

Í dag er síðasti dagurinn þar sem félög geta samið við nýja leikmenn og þarf því Keflavík að hafa hraðar hendur ætli það sér að klófesta Hill.

Margeir Einar Margeirsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Keflavíkur, segir að ekkert sé staðfest í þessum efnum. „Við erum að skoða okkar mál og hvaða möguleikar eru í boði. Það hefur ekkert verið ákveðið,“ sagði hann við Vísi í dag.

Earl Brown hefur skorað 25,4 stig að meðaltali í leik í vetur og tekið 12,1 frákast að meðaltali. Hann skoraði aðeins fjórtán stig í naumum sigri Keflavíkur á Hetti á Egilsstöðum á föstudaginn.

Þó svo að Keflavík semji við Hill er ekki öruggt að Brown fari frá liðinu. Liðum hér á landi er heimilt að semja við fleiri en einn erlendan leikmann en það er aðeins heimilt að vera með einn erlendan leikmann inn á hverju sinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Hill til skođunar hjá Keflavík
Fara efst