Hið dýra heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum Guðmundur Edgarsson skrifar 12. september 2014 07:00 Þrátt fyrir þá lífseigu mýtu að heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum sé rekin á grundvelli markaðslögmála er staðreyndin sú að um helmingur bandaríska heilbrigðiskerfisins er rekinn á vegum ríkisins. Í þessu sambandi má nefna að meðalbandaríkjamaðurinn borgar nú meira í skatta vegna heilbrigðiskerfisins en meðalnorðurlandabúinn. Þessu var hins vegar öðru vísi farið framan af síðustu öld en þá var hlutdeild hins opinbera einungis um fimmtungur af heildarkostnaði. Opinber afskipti af atvinnulífinu í seinni heimsstyrjöldinni og aukin þátttaka ríkisins á heilbrigðissviðinu á sjöunda áratugnum leiddu svo til kostnaðarhækkana sem engin dæmi voru um áður. Hvað gerðist?Launafrysting í seinna stríði Í seinni heimsstyrjöldinni var mikil þensla í efnahagslífi Bandaríkjanna. Eitt af því sem stjórnvöld gerðu til að draga úr verðbólgu var að setja þak á launahækkanir. Eins og oft vill verða þegar ríkið reynir að hafa vit fyrir markaðnum, þá myndaðist skekkja á markaði. Fyrirtækin, sem áður höfðu keppt um starfsfólk á grundvelli hærri launa, hófu að bjóða heilsutryggingar í staðinn. Áður hafði fólk greitt milliliðalaust fyrir hverja læknisheimsókn eða smáaðgerð en keypt tryggingu fyrir meðhöndlun vegna alvarlegra sjúkdóma.Svo hækkuðu heilsutryggingarnar Þegar vinnuveitendur hófu að bjóða starfsmönnum heilsutryggingar fór að bera á hækkunum á þeim umfram það sem áður hafði þekkst. Þrjár ástæður voru fyrir því. Í fyrsta lagi höfðu vinnuveitendur ekki sama hag af ódýrum heilsutryggingum og einstaklingar í beinum viðskiptum. Atvinnurekendum var helst í mun að heilsutryggingarnar væru sem víðtækastar því þannig var frekar hægt að halda launum niðri. Í öðru lagi dró verulega úr hvata fólks til að leita til þess læknis sem bauð hagstæðasta verðið. Í þriðja lagi þá voru þessar heilsutryggingar ekki skattlagðar. Af því leiddi að sjúkrastofnanir og tryggingafélög nutu ekki sama kostnaðaraðhalds og áður.Bandarísku læknasamtökin Bandarísku læknasamtökin þykja óvenju sterk í Bandaríkjunum. Ýmiss konar löggjöf ríkisins varðandi menntun og starfsleyfi lækna hefur í meginatriðum verið sniðin að hugmyndum og hagsmunum þeirra. Engir skólar í Bandaríkjunum gera jafnmiklar kröfur um inngöngu og læknaskólar. Hlutfall útskrifaðra lækna miðað við þá sem upphaflega stefndu á að ljúka læknanámi er mun lægra en tíðkast í skyldum greinum eins og líffræði, efnafræði eða dýralækningum. Þá er fjöldi lækna á hverja þúsund íbúa í Bandaríkjunum með því lægsta sem þekkist innan OECD. Samkeppni á milli lækna er því mun minni en ella í Bandaríkjunum og laun þeirra talsvert hærri en þekkist annars staðar.Medicare og Medicaid Vegna bjögunar á heilbrigðismarkaði og heimatilbúinna samkeppnishindrana fór kostnaður heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum út fyrir ásættanleg mörk. Þrýstingur tók því að myndast á auknar niðurgreiðslur ríkisins. Á sjöunda áratug síðustu aldar gerðist tvennt í því sambandi. Í stað sértækrar fjárhagsaðstoðar ríkisins fyrir fátækt fólk var komið á víðtæku niðurgreiðslukerfi vegna heilbrigðisþjónustu fyrir lágtekjufólk undir heitinu Medicaid. Í kjölfarið dró verulega úr frjálsum framlögum til góðgerðarmála. Svokallaðir bráðaspítalar sem reknir höfðu verið vítt og breitt um Bandaríkin lögðust niður, svo dæmi sé tekið. Ennfremur tóku læknar að rukka fullt verð fyrir hvert viðvik, en áður var viðtekið að þeir sinntu fátækum sjúklingum gegn vægu eða engu gjaldi. Þá komu kröfur um að ríkið niðurgreiddi einnig heilbrigðisþjónustu eldri borgara og það þótt margir þeirra væru vel efnað fólk. Í kjölfarið hóf ríkið að veita víðtækar niðurgreiðslur handa eldra fólki undir heitinu Medicare. Ævilíkur þessa hóps höfðu þá aukist nokkuð. Því var um tvennt að velja: að fresta lífeyristöku eldra fólks svo að heilsutryggingar þess dygðu betur út eftirlaunaárin eða viðhalda óbreyttu fyrirkomulagi með auknum sköttum á yngri kynslóðir. Ríkið valdi seinni leiðina. Þegar miklu fjármagni er beint inn á eitthvert svið leiðir það oft til verðbólgu í þeim geira. Heildarkostnaður vegna heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum tók því annan kipp með tilkomu Medicare og Medicaid.Ríkið eða markaðurinn? Hlutur ríkisins í heildarkostnaði við rekstur heilbrigðisþjónustunnar í Bandaríkjunum er kominn upp undir 50% samkvæmt nýjustu tölum OECD. Á fyrri hluta síðustu aldar var þetta hlutfall um 20%. Á sama tíma hefur heildarkostnaður við rekstur heilbrigðiskerfisins í landinu vaxið umfram það sem annars staðar hefur þekkst. Fullyrðingar um að þessar kostnaðarhækkanir eigi rætur að rekja til markaðslögmála byggjast því á afar veikum grunni. Nær væri að beina sjónum að síaukinni aðkomu ríkisins sem mögulegum skýringarþætti. Opinberar tölur benda í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir þá lífseigu mýtu að heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum sé rekin á grundvelli markaðslögmála er staðreyndin sú að um helmingur bandaríska heilbrigðiskerfisins er rekinn á vegum ríkisins. Í þessu sambandi má nefna að meðalbandaríkjamaðurinn borgar nú meira í skatta vegna heilbrigðiskerfisins en meðalnorðurlandabúinn. Þessu var hins vegar öðru vísi farið framan af síðustu öld en þá var hlutdeild hins opinbera einungis um fimmtungur af heildarkostnaði. Opinber afskipti af atvinnulífinu í seinni heimsstyrjöldinni og aukin þátttaka ríkisins á heilbrigðissviðinu á sjöunda áratugnum leiddu svo til kostnaðarhækkana sem engin dæmi voru um áður. Hvað gerðist?Launafrysting í seinna stríði Í seinni heimsstyrjöldinni var mikil þensla í efnahagslífi Bandaríkjanna. Eitt af því sem stjórnvöld gerðu til að draga úr verðbólgu var að setja þak á launahækkanir. Eins og oft vill verða þegar ríkið reynir að hafa vit fyrir markaðnum, þá myndaðist skekkja á markaði. Fyrirtækin, sem áður höfðu keppt um starfsfólk á grundvelli hærri launa, hófu að bjóða heilsutryggingar í staðinn. Áður hafði fólk greitt milliliðalaust fyrir hverja læknisheimsókn eða smáaðgerð en keypt tryggingu fyrir meðhöndlun vegna alvarlegra sjúkdóma.Svo hækkuðu heilsutryggingarnar Þegar vinnuveitendur hófu að bjóða starfsmönnum heilsutryggingar fór að bera á hækkunum á þeim umfram það sem áður hafði þekkst. Þrjár ástæður voru fyrir því. Í fyrsta lagi höfðu vinnuveitendur ekki sama hag af ódýrum heilsutryggingum og einstaklingar í beinum viðskiptum. Atvinnurekendum var helst í mun að heilsutryggingarnar væru sem víðtækastar því þannig var frekar hægt að halda launum niðri. Í öðru lagi dró verulega úr hvata fólks til að leita til þess læknis sem bauð hagstæðasta verðið. Í þriðja lagi þá voru þessar heilsutryggingar ekki skattlagðar. Af því leiddi að sjúkrastofnanir og tryggingafélög nutu ekki sama kostnaðaraðhalds og áður.Bandarísku læknasamtökin Bandarísku læknasamtökin þykja óvenju sterk í Bandaríkjunum. Ýmiss konar löggjöf ríkisins varðandi menntun og starfsleyfi lækna hefur í meginatriðum verið sniðin að hugmyndum og hagsmunum þeirra. Engir skólar í Bandaríkjunum gera jafnmiklar kröfur um inngöngu og læknaskólar. Hlutfall útskrifaðra lækna miðað við þá sem upphaflega stefndu á að ljúka læknanámi er mun lægra en tíðkast í skyldum greinum eins og líffræði, efnafræði eða dýralækningum. Þá er fjöldi lækna á hverja þúsund íbúa í Bandaríkjunum með því lægsta sem þekkist innan OECD. Samkeppni á milli lækna er því mun minni en ella í Bandaríkjunum og laun þeirra talsvert hærri en þekkist annars staðar.Medicare og Medicaid Vegna bjögunar á heilbrigðismarkaði og heimatilbúinna samkeppnishindrana fór kostnaður heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum út fyrir ásættanleg mörk. Þrýstingur tók því að myndast á auknar niðurgreiðslur ríkisins. Á sjöunda áratug síðustu aldar gerðist tvennt í því sambandi. Í stað sértækrar fjárhagsaðstoðar ríkisins fyrir fátækt fólk var komið á víðtæku niðurgreiðslukerfi vegna heilbrigðisþjónustu fyrir lágtekjufólk undir heitinu Medicaid. Í kjölfarið dró verulega úr frjálsum framlögum til góðgerðarmála. Svokallaðir bráðaspítalar sem reknir höfðu verið vítt og breitt um Bandaríkin lögðust niður, svo dæmi sé tekið. Ennfremur tóku læknar að rukka fullt verð fyrir hvert viðvik, en áður var viðtekið að þeir sinntu fátækum sjúklingum gegn vægu eða engu gjaldi. Þá komu kröfur um að ríkið niðurgreiddi einnig heilbrigðisþjónustu eldri borgara og það þótt margir þeirra væru vel efnað fólk. Í kjölfarið hóf ríkið að veita víðtækar niðurgreiðslur handa eldra fólki undir heitinu Medicare. Ævilíkur þessa hóps höfðu þá aukist nokkuð. Því var um tvennt að velja: að fresta lífeyristöku eldra fólks svo að heilsutryggingar þess dygðu betur út eftirlaunaárin eða viðhalda óbreyttu fyrirkomulagi með auknum sköttum á yngri kynslóðir. Ríkið valdi seinni leiðina. Þegar miklu fjármagni er beint inn á eitthvert svið leiðir það oft til verðbólgu í þeim geira. Heildarkostnaður vegna heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum tók því annan kipp með tilkomu Medicare og Medicaid.Ríkið eða markaðurinn? Hlutur ríkisins í heildarkostnaði við rekstur heilbrigðisþjónustunnar í Bandaríkjunum er kominn upp undir 50% samkvæmt nýjustu tölum OECD. Á fyrri hluta síðustu aldar var þetta hlutfall um 20%. Á sama tíma hefur heildarkostnaður við rekstur heilbrigðiskerfisins í landinu vaxið umfram það sem annars staðar hefur þekkst. Fullyrðingar um að þessar kostnaðarhækkanir eigi rætur að rekja til markaðslögmála byggjast því á afar veikum grunni. Nær væri að beina sjónum að síaukinni aðkomu ríkisins sem mögulegum skýringarþætti. Opinberar tölur benda í þá átt.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar