Innlent

Heyrnarlausir kæra Tryggingastofnun

Félag heyrnarlausra ætlar að kæra Tryggingastofnun ríkisins fyrir brot á réttindum fatlaðra. Heyrnarlausir sem leita eftir þjónustu hjá stofnuninni þurfa sjálfir að greiða fyrir táknmálstúlk

Heyrnarlausir eru að mörgu leyti háðir táknmálstúlkum í samskiptum sínum við Tryggingastofnun ríkisins. Stofnunin lítur hins vegar svo á að henni sé ekki skylt að greiða fyrir túlka og því þurfa heyrnarlausir sem leita til stofnunarinnar sjálfir að greiða reikninginn. Um er ræða tæpar sjö þúsund krónur.

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, segir að með þessu sé stofnunin að brjóta gegn réttindum heyrnarlausra.

„Ég er miður mín að sjá þessa ákvörðun þeirra. Tryggingastofnun á að tryggja aðgengi, þannig að við getum haft samskipti við þessa stofnun. Það er alveg skýrt að hérna er verið að brjóta mannréttindi."

Félagið hefur ákveðið að kæra Tryggingastofnun og verður höfðað sérstakt prófmál. Í síðasta mánuði var átján ára heyrnarlausum dreng gert að greiða fyrir táknmálstúlk þegar hann fór í sitt fyrsta viðtal hjá stofnunni.

Ásta Björk Björnsdóttir, móðir drengsins, segir að þetta snúist um réttlæti.

„Mér finnst að þar sem Tryggingastofnun er fyrir fatlaða og ég tel að heyrnarlausir séu fatlaðir að þeir eigi þennan rétt eins og aðrir fatlaðir 4.07

Undir þetta tekur formaður Heiðdís Dögg, formaður félags Heyrnarlausra.

„Heyrnarlausir eru háðir því að vera í sambandi við Tryggingastofnun ríkisins. Þeir þiggja bætur af stofnuninni og þurfa þar af leiðandi að hafa samskipti við þessa stofnun. En samskiptaleið okkar heyrnarlausra er að sjálfsögðu í gegnum táknmálstúlk. Stofnunin neitar eins og staðan er í dag að borga táknmálstúlk og það þýðir að allar upplýsingar skerðast til heyrnarlausra og stoppa."







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×