Hersýningin í Reykjavík Björgvin Mýrdal skrifar 26. apríl 2014 12:02 Á Páskadag, um fjögur leytið, fór ég að sækja bíl niður í miðbæ Reykjavíkur. Þegar þangað var komið minntist ég þess að hin alþjóðlegu og árlegu ,,420” kannabis-mótmæli voru að hefjast á Austurvelli, líkt og venja er 20. apríl ár hvert, kl. 20 mínútur yfir fjögur. Erlendis eru þetta jafnan talin ein ,,þægilegustu” mótmæli sem lögregla viðkomandi landa þekkir vegna óvenju prúðra og vingjarnlegra mótmælenda. Til gamans má geta að þessi tilteknu mótmæli gegn kannabisbanninu hafa farið fram í hátt í þúsund borgum víðs vegar um heiminn á síðustu árum. Valdníðslu og mannréttindabrotum stjórnvalda, ásamt dæmum um ofbeldi lögreglu í garð vímuefnaneytenda, er mótmælt harðlega. Það geri ég líka. Allt rétthugsandi fólk, og þá sérstaklega rétthugsandi fólk sem á börn og er hreint ekki sama um framtíð þeirra, hljóta að taka heilshugar undir þessi mótmæli. Kannabisbannið er ofbeldi gagnvart venjulegu fólki, og hrein og klár aðför að almennri skynsemi. Bann- og refsilögin (lög 65) frá árinu 1974 eru einhver misheppnuðustu, og jafnframt skaðlegustu, lög sem sett hafa verið hér á landi. Þeim verður að breyta. Þau eru röng. Þegar ég mætti á svæðið voru hin eiginlegu mótmæli á lokasprettinum. Þar voru þó í kringum 100 manns, ásamt sirka 30-40 lögregluþjónum. Það sem mér fannst slæmt að sjá var hversu mikill fjöldi ólögráða ungmenna var á svæðinu. Kannski var það samt táknrænt. Bann- og refsilögin bitna jú einna helst á ungu fólki, ekki síst vegna þess að aðgengi þeirra að ólöglegum vímuefnum er nánast takmarkalaust í dag. Það sem mér fannst hins vegar verst að sjá var liðsöfnuður laganna varða. Var allur þessi lögregluher nauðsynlegur? Var ekki nóg að senda einn eða tvo lögregluþjóna, jafnvel á reiðhjólum, til að fylgjast með því að snyrtilega væri gengið um svæðið og til að minna viðstadda á að mæta ekki of seint í páskasteikina heima hjá sér? Á Austurvelli hóf gasalega þekktur lögregluþjónn upp raust sína og tilkynnti viðstöddum að fólki væri nú frjálst að yfirgefa svæðið, jafnvel með öll þau ólöglegu vímuefni sem fólk kynni að hafa á sér, en ef fólk kysi að vera um kyrrt þá yrði það líklegast handtekið, með öllum þeim óþægindum sem af slíkum verknaði hlýst. Þau óþægindi, að því gefnu að ólögleg efni finnist í fórum viðkomandi, eru meðal annars sekt upp á tugþúsundir króna og skráning á sakaskrá í a.m.k. 3 ár. Slíkur stimpill getur haft ógnvænleg snjóboltaáhrif fyrir hvern sem hann fær, og þýðir m.a. gríðarlega skerðingu á atvinnumöguleikum og þar með fjárhagslegri afkomu. Einnig fylgja nokkrar óvæntar hliðarverkanir, t.d. er öllum sem langar að heimsækja BNA meinuð innganga í landið ef viðkomandi hefur slíka færslu í sakaskrá sinni. Í kjölfarið vöknuðu nokkrar spurningar hjá mér; Hvernig getur lögreglan handtekið fólk fyrir að neyta ólöglegra vímuefna, þegar neysla ólöglegra vímuefna er ekki refsiverður verknaður? Í mínum huga er það fyrir neðan allar hellur að lögreglunni sé í sjálfvald sett að ákveða hvort einstaklingur neyti einhvers, eða hvort hann sé með efni ,,í vörslu“ sinni. Um þetta þurfa að vera skýrar reglur. Ef þú stendur niður í bæ og einhver réttir þér pípu með kannabis og þú reykir úr henni og réttir síðan öðrum, verður ekki annað sagt en að þú hafir neytt kannabis, en sért ekki með það í vörslu þinni. Hvernig getur lögreglan leyft sér að hóta því að handtaka neytendur þegar margyfirlýst stefna lögreglunnar er að láta neytendur almennt óáreitta? Þó ég efist stórlega um að nokkur maður trúi því að lögreglan sé ekki að ónáða og áreita vímuefnaneytendur, þá hlýtur það samt sem áður að vera krafa almennings að lögreglan fylgi í einu og öllu sínum eigin yfirlýsingum. Ef lögreglan gerir það ekki þá er einfaldlega ekki hægt að treysta neinum yfirlýsingum eða upplýsingum sem þaðan koma. Hvernig getur lögreglan ákveðið, að því er virðist eingöngu eftir geðþótta yfirmanna, að berjast gegn einhverjum ákveðnum lögbrotum á meðan önnur lögbrot eru látin afskiptalaus? Lögreglan hefur t.d. látið fjárhættuspil víðs vegar um borgina að langmestu leyti í friði. Í framhaldinu getum við síðan spurt okkur sjálf; er ásættanlegt að lögreglan sé að hafa afskipti af fólki sem er ekki á nokkurn hátt að brjóta á öðru fólki? Af hverju er ríkið að skipta sér af því hvað fólk setur í sinn eigin líkama? Hvernig getur lögreglan réttlætt kostnaðinn við að kalla út auka mannskap á vakt, á bullandi yfirvinnutaxta í tilefni dagsins væntanlega, þegar öllum ætti að hafa verið ljóst að ekki nokkur hætta var á að mótmælin yrðu nokkuð annað en friðsamleg? Eru neytendur kannabis ekki einmitt rómaðir fyrir gott geðslag og létta lund? Er einhver munur á þessum mótmælendum og öllum þeim sem mótmælt hafa öðrum lögum í gegnum tíðina, líkt og t.d. bjórbanninu, pókerbanninu eða hnefaleikabanninu? Er hægt að fá að vita hvað sá frómi yfirmaður í lögreglunni heitir sem mat það svo að þetta yrðu ekki fámenn og friðsamleg mótmæli og því væri nauðsynlegt að kalla út óeirðateymið til að fara í málið? Ef þessi mótmæli eru sett í sögulegt samhengi, þá er nánast útilokað annað en að yfirmenn lögreglunnar hafi orðið sér til skammar á Austurvelli þennan páskadag. Við vitum öll hversu bjánalegt það er að bjór skuli hafa verið bannaður hér á Íslandi áratugum saman. Það var nóg af fólki á móti því að leyfa hann á sínum tíma. Það verður væntanlega gert gys af þeim lögregluþjónum sem stóðu vaktina á Austurvellli þegar myndbönd af mótmælunum verða skoðuð eftir 30 ár eða svo... Og jafnvel mikið fyrr. Að löggæsluyfirvöld skuli vera svo óforskömmuð að senda heilan her af lögreglufólki til að leysa upp friðsamleg mótmæli fólks, sem m.a. er að mótmæla ofríki lögreglunnar, mannréttindaníði og ranglátum refsilögum, er hreint og beint til skammar. Það var nákvæmlega engin ástæða til að reka fólk af svæðinu. Það stóð engum ógn af þessum hópi mótmælenda. Þessvegna er ekki hægt að líta á aðgerðir lögreglunnar á Austurvelli á páskadag sem nokkuð annað en einhverskonar hersýningu eða valdamont. Að lokum vil ég árétta að í sumum löndum er kannabis lögleg verslunarvara. Hvernig getur verið réttlætanlegt að refsa fólki hérna á Íslandi fyrir að kjósa að neyta kannabis í stað áfengis, þegar áfengisneysla hefur mun skaðlegri áhrif á bæði einstaklinga sem og samfélög í heild. Var einhver að tala um hræsni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Á Páskadag, um fjögur leytið, fór ég að sækja bíl niður í miðbæ Reykjavíkur. Þegar þangað var komið minntist ég þess að hin alþjóðlegu og árlegu ,,420” kannabis-mótmæli voru að hefjast á Austurvelli, líkt og venja er 20. apríl ár hvert, kl. 20 mínútur yfir fjögur. Erlendis eru þetta jafnan talin ein ,,þægilegustu” mótmæli sem lögregla viðkomandi landa þekkir vegna óvenju prúðra og vingjarnlegra mótmælenda. Til gamans má geta að þessi tilteknu mótmæli gegn kannabisbanninu hafa farið fram í hátt í þúsund borgum víðs vegar um heiminn á síðustu árum. Valdníðslu og mannréttindabrotum stjórnvalda, ásamt dæmum um ofbeldi lögreglu í garð vímuefnaneytenda, er mótmælt harðlega. Það geri ég líka. Allt rétthugsandi fólk, og þá sérstaklega rétthugsandi fólk sem á börn og er hreint ekki sama um framtíð þeirra, hljóta að taka heilshugar undir þessi mótmæli. Kannabisbannið er ofbeldi gagnvart venjulegu fólki, og hrein og klár aðför að almennri skynsemi. Bann- og refsilögin (lög 65) frá árinu 1974 eru einhver misheppnuðustu, og jafnframt skaðlegustu, lög sem sett hafa verið hér á landi. Þeim verður að breyta. Þau eru röng. Þegar ég mætti á svæðið voru hin eiginlegu mótmæli á lokasprettinum. Þar voru þó í kringum 100 manns, ásamt sirka 30-40 lögregluþjónum. Það sem mér fannst slæmt að sjá var hversu mikill fjöldi ólögráða ungmenna var á svæðinu. Kannski var það samt táknrænt. Bann- og refsilögin bitna jú einna helst á ungu fólki, ekki síst vegna þess að aðgengi þeirra að ólöglegum vímuefnum er nánast takmarkalaust í dag. Það sem mér fannst hins vegar verst að sjá var liðsöfnuður laganna varða. Var allur þessi lögregluher nauðsynlegur? Var ekki nóg að senda einn eða tvo lögregluþjóna, jafnvel á reiðhjólum, til að fylgjast með því að snyrtilega væri gengið um svæðið og til að minna viðstadda á að mæta ekki of seint í páskasteikina heima hjá sér? Á Austurvelli hóf gasalega þekktur lögregluþjónn upp raust sína og tilkynnti viðstöddum að fólki væri nú frjálst að yfirgefa svæðið, jafnvel með öll þau ólöglegu vímuefni sem fólk kynni að hafa á sér, en ef fólk kysi að vera um kyrrt þá yrði það líklegast handtekið, með öllum þeim óþægindum sem af slíkum verknaði hlýst. Þau óþægindi, að því gefnu að ólögleg efni finnist í fórum viðkomandi, eru meðal annars sekt upp á tugþúsundir króna og skráning á sakaskrá í a.m.k. 3 ár. Slíkur stimpill getur haft ógnvænleg snjóboltaáhrif fyrir hvern sem hann fær, og þýðir m.a. gríðarlega skerðingu á atvinnumöguleikum og þar með fjárhagslegri afkomu. Einnig fylgja nokkrar óvæntar hliðarverkanir, t.d. er öllum sem langar að heimsækja BNA meinuð innganga í landið ef viðkomandi hefur slíka færslu í sakaskrá sinni. Í kjölfarið vöknuðu nokkrar spurningar hjá mér; Hvernig getur lögreglan handtekið fólk fyrir að neyta ólöglegra vímuefna, þegar neysla ólöglegra vímuefna er ekki refsiverður verknaður? Í mínum huga er það fyrir neðan allar hellur að lögreglunni sé í sjálfvald sett að ákveða hvort einstaklingur neyti einhvers, eða hvort hann sé með efni ,,í vörslu“ sinni. Um þetta þurfa að vera skýrar reglur. Ef þú stendur niður í bæ og einhver réttir þér pípu með kannabis og þú reykir úr henni og réttir síðan öðrum, verður ekki annað sagt en að þú hafir neytt kannabis, en sért ekki með það í vörslu þinni. Hvernig getur lögreglan leyft sér að hóta því að handtaka neytendur þegar margyfirlýst stefna lögreglunnar er að láta neytendur almennt óáreitta? Þó ég efist stórlega um að nokkur maður trúi því að lögreglan sé ekki að ónáða og áreita vímuefnaneytendur, þá hlýtur það samt sem áður að vera krafa almennings að lögreglan fylgi í einu og öllu sínum eigin yfirlýsingum. Ef lögreglan gerir það ekki þá er einfaldlega ekki hægt að treysta neinum yfirlýsingum eða upplýsingum sem þaðan koma. Hvernig getur lögreglan ákveðið, að því er virðist eingöngu eftir geðþótta yfirmanna, að berjast gegn einhverjum ákveðnum lögbrotum á meðan önnur lögbrot eru látin afskiptalaus? Lögreglan hefur t.d. látið fjárhættuspil víðs vegar um borgina að langmestu leyti í friði. Í framhaldinu getum við síðan spurt okkur sjálf; er ásættanlegt að lögreglan sé að hafa afskipti af fólki sem er ekki á nokkurn hátt að brjóta á öðru fólki? Af hverju er ríkið að skipta sér af því hvað fólk setur í sinn eigin líkama? Hvernig getur lögreglan réttlætt kostnaðinn við að kalla út auka mannskap á vakt, á bullandi yfirvinnutaxta í tilefni dagsins væntanlega, þegar öllum ætti að hafa verið ljóst að ekki nokkur hætta var á að mótmælin yrðu nokkuð annað en friðsamleg? Eru neytendur kannabis ekki einmitt rómaðir fyrir gott geðslag og létta lund? Er einhver munur á þessum mótmælendum og öllum þeim sem mótmælt hafa öðrum lögum í gegnum tíðina, líkt og t.d. bjórbanninu, pókerbanninu eða hnefaleikabanninu? Er hægt að fá að vita hvað sá frómi yfirmaður í lögreglunni heitir sem mat það svo að þetta yrðu ekki fámenn og friðsamleg mótmæli og því væri nauðsynlegt að kalla út óeirðateymið til að fara í málið? Ef þessi mótmæli eru sett í sögulegt samhengi, þá er nánast útilokað annað en að yfirmenn lögreglunnar hafi orðið sér til skammar á Austurvelli þennan páskadag. Við vitum öll hversu bjánalegt það er að bjór skuli hafa verið bannaður hér á Íslandi áratugum saman. Það var nóg af fólki á móti því að leyfa hann á sínum tíma. Það verður væntanlega gert gys af þeim lögregluþjónum sem stóðu vaktina á Austurvellli þegar myndbönd af mótmælunum verða skoðuð eftir 30 ár eða svo... Og jafnvel mikið fyrr. Að löggæsluyfirvöld skuli vera svo óforskömmuð að senda heilan her af lögreglufólki til að leysa upp friðsamleg mótmæli fólks, sem m.a. er að mótmæla ofríki lögreglunnar, mannréttindaníði og ranglátum refsilögum, er hreint og beint til skammar. Það var nákvæmlega engin ástæða til að reka fólk af svæðinu. Það stóð engum ógn af þessum hópi mótmælenda. Þessvegna er ekki hægt að líta á aðgerðir lögreglunnar á Austurvelli á páskadag sem nokkuð annað en einhverskonar hersýningu eða valdamont. Að lokum vil ég árétta að í sumum löndum er kannabis lögleg verslunarvara. Hvernig getur verið réttlætanlegt að refsa fólki hérna á Íslandi fyrir að kjósa að neyta kannabis í stað áfengis, þegar áfengisneysla hefur mun skaðlegri áhrif á bæði einstaklinga sem og samfélög í heild. Var einhver að tala um hræsni?
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun