Hernaðarandstæðingur hættur eftir fimmtán ár Nadine Yaghi skrifar 20. mars 2015 12:00 Stefán Pálsson fyrrum formaður Samtaka hernaðarandstæðing VÍSIR/VILHELM „Það er aldrei sniðugt að menn séu alltof lengi formenn og því fannst mér vera kominn tími fyrir mig til að hætta,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur, sem hætti störfum sem formaður Samtaka hernaðarandstæðinga síðastliðinn miðvikudag. Stefán hefur verið formaður samtakanna síðan árið 2000. Stefán er þó hvergi nærri hættur að sinna málstaðnum og hefur hann tekið sæti í stjórn samtakanna.Stoltur af árum sínum Samtök hernaðarandstæðinga sem hétu áður Samtök herstöðvaandstæðinga eru íslensk félagssamtök sem eru þekkt fyrir áralanga baráttu fyrir brotthvarfi bandaríska hersins á Íslandi. Samtökin berjast gegn hervaldi og ofbeldi sem leið til að leysa deilumál þjóða. Þau krefjast þess einnig að Ísland segi sig úr NATO. Hernaðarandstæðingar eru friðarsinnar og hafa barist gegn stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðsrekstur úti um heim svo sem við stríðin í Írak, Afganistan og Líbýu. „Ég er rosalega stoltur af þessum árum mínum hjá Samtökum hernaðarandstæðinga,“ segir Stefán en bætir við að hann hafi fengið frábæran arftaka, Auði Lilju Erlingsdóttur stjórnmálafræðing. „Ég er mjög ánægður með Auði sem formann og reyndar leist mér mjög vel á báða sem buðu sig fram.“Sú fimmta í stóli formanns Auður er átjándi formaðurinn í sögu félagsins frá því að samtökin kusu sér fyrst formann árið 1975 og fimmta konan á formannsstóli. „Eðli máls samkvæmt var það þannig að á meðan á kalda stríðinu stóð, var bandaríski herinn á Miðnesheiðinni það sem barist var harðast gegn. Þó var undirstaðan alltaf barátta gegn hervaldi hvar sem var í heiminum,“ segir Stefán. „Með tímanum hafa hlutirnir breyst. Áður skipti herstöðin alltaf mestu máli og síðan lokaði hún. Þá varð baráttan gegn aðild að NATO fyrirferðarmeiri þáttur í baráttunni. Síðustu ár hefur áherslan svo legið í misbeinni þátttöku íslenska ríkisins að styrjöldum,“ segir Stefán og nefnir framlagningu peninga og jafnvel starfsfólks sem dæmi um að Íslendingar hafi lýst yfir stuðningi við stríð. Markmið samtakanna eru meðal annars þau að berjast gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og taka þátt í alþjóðlegu friðarstarfi. Þá berjast samtökin gegn stofnun íslensks hers og þátttöku Íslands í hernaðaraðgerðum og hernámi. Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Mikilvægt að konur af erlendum uppruna fái að segja sínar sögur sjálfar Menning Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
„Það er aldrei sniðugt að menn séu alltof lengi formenn og því fannst mér vera kominn tími fyrir mig til að hætta,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur, sem hætti störfum sem formaður Samtaka hernaðarandstæðinga síðastliðinn miðvikudag. Stefán hefur verið formaður samtakanna síðan árið 2000. Stefán er þó hvergi nærri hættur að sinna málstaðnum og hefur hann tekið sæti í stjórn samtakanna.Stoltur af árum sínum Samtök hernaðarandstæðinga sem hétu áður Samtök herstöðvaandstæðinga eru íslensk félagssamtök sem eru þekkt fyrir áralanga baráttu fyrir brotthvarfi bandaríska hersins á Íslandi. Samtökin berjast gegn hervaldi og ofbeldi sem leið til að leysa deilumál þjóða. Þau krefjast þess einnig að Ísland segi sig úr NATO. Hernaðarandstæðingar eru friðarsinnar og hafa barist gegn stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðsrekstur úti um heim svo sem við stríðin í Írak, Afganistan og Líbýu. „Ég er rosalega stoltur af þessum árum mínum hjá Samtökum hernaðarandstæðinga,“ segir Stefán en bætir við að hann hafi fengið frábæran arftaka, Auði Lilju Erlingsdóttur stjórnmálafræðing. „Ég er mjög ánægður með Auði sem formann og reyndar leist mér mjög vel á báða sem buðu sig fram.“Sú fimmta í stóli formanns Auður er átjándi formaðurinn í sögu félagsins frá því að samtökin kusu sér fyrst formann árið 1975 og fimmta konan á formannsstóli. „Eðli máls samkvæmt var það þannig að á meðan á kalda stríðinu stóð, var bandaríski herinn á Miðnesheiðinni það sem barist var harðast gegn. Þó var undirstaðan alltaf barátta gegn hervaldi hvar sem var í heiminum,“ segir Stefán. „Með tímanum hafa hlutirnir breyst. Áður skipti herstöðin alltaf mestu máli og síðan lokaði hún. Þá varð baráttan gegn aðild að NATO fyrirferðarmeiri þáttur í baráttunni. Síðustu ár hefur áherslan svo legið í misbeinni þátttöku íslenska ríkisins að styrjöldum,“ segir Stefán og nefnir framlagningu peninga og jafnvel starfsfólks sem dæmi um að Íslendingar hafi lýst yfir stuðningi við stríð. Markmið samtakanna eru meðal annars þau að berjast gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og taka þátt í alþjóðlegu friðarstarfi. Þá berjast samtökin gegn stofnun íslensks hers og þátttöku Íslands í hernaðaraðgerðum og hernámi.
Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Mikilvægt að konur af erlendum uppruna fái að segja sínar sögur sjálfar Menning Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira