Héraðsdómur samþykkir nauðasamning Glitnis ingvar haraldsson skrifar 8. desember 2015 11:27 Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson kynntu nauðsamningsfrumvarp Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. vísir/anton Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt nauðasamningsfrumvarp Glitnis. Frá þessu er greint á heimasíðu Glitnis en nauðasamningsfrumvarpið var tekið fyrir í Héraðsdómi síðasta föstudag. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis segir að næst verði nauðasamningsfrumvarpið tekið fyrir í Bandaríkjunum þann 15. desember því slitameðferðin sé viðurkennd þar í landi. Í kjölfarið þurfi svo endanlegt samþykki Seðlabanka Íslands á undanþágu frá lögum um gjaldeyrishöft. Í kjölfarið verði hægt að greiða kröfuhöfum út í samræmi við nauðasamninginn. Gangi allt að óskum sé gæti það orðið fyrir áramót.Viðstaddir fylgdust með af athygli í Héraðsdómi á föstudaginn.vísir/antonGreiða um 520 milljarða út strax Reiknað er með að fyrsta greiðslan nemi um 520 milljörðum króna og verði greidd út í evrum, dollurum, pundum og norskum krónum. Þá mun Glitnir greiða jafnvirði 223 milljarða króna í stöðugleikaframlag til ríkisins en þar er stærsta eignin 95 prósenta hlutur í Íslandsbanka. Heildareignir Glitnis nema tæplega þúsund milljörðum króna. Samkvæmt nauðasamningsfrumvarpinu er gert ráð fyrir að kröfuhafar fái ríflega 30 prósent upp í kröfur umfram 3,5 milljónir króna en allar kröfur að þeirri upphæð verða greiddar út að fullu. Þá mun Glitnir gefa út skuldabréf, sem og hlutabréf, í nýju eignaumsýslufélagi til kröfuhafa Glitnis. Á næsta ári er svo stefnt að því að greiða 110 milljarða af skuldabréfinu og svo áfram næstu árin. Endanlegar upphæðirnar ráðast af því hversu vel gengur að ávaxta eignir Glitnis sem eftir standa að loknum nauðasamningum. Nauðsamningsfrumvarp Kaupþings var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og nauðsamningsfrumvarp Landsbankans verður tekið fyrir þann 15. desember. Tengdar fréttir Kröfuhafar allra banka búnir að samþykkja nauðasamninga Kröfuhafar Kaupþings hafa samþykkt frumvarp að nauðasamningi slitabúsins. 24. nóvember 2015 16:40 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt nauðasamningsfrumvarp Glitnis. Frá þessu er greint á heimasíðu Glitnis en nauðasamningsfrumvarpið var tekið fyrir í Héraðsdómi síðasta föstudag. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis segir að næst verði nauðasamningsfrumvarpið tekið fyrir í Bandaríkjunum þann 15. desember því slitameðferðin sé viðurkennd þar í landi. Í kjölfarið þurfi svo endanlegt samþykki Seðlabanka Íslands á undanþágu frá lögum um gjaldeyrishöft. Í kjölfarið verði hægt að greiða kröfuhöfum út í samræmi við nauðasamninginn. Gangi allt að óskum sé gæti það orðið fyrir áramót.Viðstaddir fylgdust með af athygli í Héraðsdómi á föstudaginn.vísir/antonGreiða um 520 milljarða út strax Reiknað er með að fyrsta greiðslan nemi um 520 milljörðum króna og verði greidd út í evrum, dollurum, pundum og norskum krónum. Þá mun Glitnir greiða jafnvirði 223 milljarða króna í stöðugleikaframlag til ríkisins en þar er stærsta eignin 95 prósenta hlutur í Íslandsbanka. Heildareignir Glitnis nema tæplega þúsund milljörðum króna. Samkvæmt nauðasamningsfrumvarpinu er gert ráð fyrir að kröfuhafar fái ríflega 30 prósent upp í kröfur umfram 3,5 milljónir króna en allar kröfur að þeirri upphæð verða greiddar út að fullu. Þá mun Glitnir gefa út skuldabréf, sem og hlutabréf, í nýju eignaumsýslufélagi til kröfuhafa Glitnis. Á næsta ári er svo stefnt að því að greiða 110 milljarða af skuldabréfinu og svo áfram næstu árin. Endanlegar upphæðirnar ráðast af því hversu vel gengur að ávaxta eignir Glitnis sem eftir standa að loknum nauðasamningum. Nauðsamningsfrumvarp Kaupþings var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og nauðsamningsfrumvarp Landsbankans verður tekið fyrir þann 15. desember.
Tengdar fréttir Kröfuhafar allra banka búnir að samþykkja nauðasamninga Kröfuhafar Kaupþings hafa samþykkt frumvarp að nauðasamningi slitabúsins. 24. nóvember 2015 16:40 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Kröfuhafar allra banka búnir að samþykkja nauðasamninga Kröfuhafar Kaupþings hafa samþykkt frumvarp að nauðasamningi slitabúsins. 24. nóvember 2015 16:40