Hér er Icesave, um Icesave, frá… Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 21. maí 2015 07:00 Þjóðin hélt að hún hefði kosið Icesave út úr sínu lífi. Sú er þó ekki raunin og EFTA-dómstóllinn mun enn á ný fjalla um málið. fréttablaðið/pjetur Orðið eitt nægir til að mörgum renni kalt vatn á milli skinns og hörunds. Fá mál hafa verið rædd jafn mikið í samfélaginu og umrætt mál, þingræður um það voru legíó, Alþingi samþykkti nokkrar útfærslur á málinu og þjóðin felldi tvær þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og enn á ný er Icesave-draugurinn upp vakinn, þar sem EFTA-dómstóllinn mun taka þrjár spurningar Breta og Hollendinga til skoðunar, líklega í haust.Í sem skemmstu máli lúta spurningarnar að því hvernig uppgjöri Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) var háttað. Þegar Icesave var gert upp á sínum tíma var sjóðnum lokað, miðað var við þá upphæð sem tiltæk var í honum og Bretum og Hollendingum boðin hún gegn því að falla frá frekari kröfum. Síðan var stofnaður nýr sjóður á nýrri kennitölu, laus undan ábyrgðum þess fyrri. Sem sagt, ef sjóðurinn verður uppurinn, er þetta þá bara búið mál? Ef svarið er nei, gæti niðurstaðan allt eins orðið sú að allt fé sem fer inn í TIF í framtíðinni gangi upp í kröfurnar, sem gætu numið allt að 1.000 milljörðum króna. Það þarf ekki að velkjast í vafa um að það væri þungt högg fyrir fjármálakerfið og jafnvel ríkisvaldið. Þá má benda á að ný tilskipun um innstæðutryggingar kann að leggja ríkari skyldur á ríkin að tryggja greiðslur til innstæðueiganda en sú gamla gerði. Ef í ljós kemur að menn hafi staðið illa að lögunum um innstæðutryggingasjóðinn gæti hins vegar skapast skaðabótaskylda.Það sem EFTA-dómstóllinn mun skoða1. Samrýmist það ákvæðum EES-samningsins, einkum 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 94/19/EB um innstæðutryggingar og tryggingakerfi, þegar um kerfishrun er að ræða, að skuldbindingar fyrir fram fjármagnaðs innlánatryggingakerfis takmarkist við eignir þess á þeim tíma sem innstæður verða ótiltæk innlán í skilningi 3. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar og eignirnar duga ekki til að bæta kröfu hvers innstæðueiganda að fjárhæð allt að 20.000 evrur?2. Samrýmist það tilskipun 94/19/EB að í kjölfar kerfishruns setji samningsríki lög eða stjórnvaldsfyrirmæli sem heimili fyrir fram fjármögnuðu innlánakerfi að setja á stofn nýja deild eða reikning þar sem safnað sé iðgjöldum og ákveða að þau iðgjöld skuli renna í nýju deildina eða reikninginn í því skyni að byggja upp sjóð sem eingöngu sé ætlað að mæta mögulegum framtíðaráföllum og standi ekki til greiðslu eldri skuldbindinga?3. Samrýmist það 11. gr. tilskipunar 94/19/EB að innlánatryggingakerfi samningsríkis fái frekari réttindi samkvæmt landsrétti en þann að við greiðslu úr sjóðnum yfirtaki það kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi sem svari til fjárhæðarinnar sem greidd er Alþingi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Orðið eitt nægir til að mörgum renni kalt vatn á milli skinns og hörunds. Fá mál hafa verið rædd jafn mikið í samfélaginu og umrætt mál, þingræður um það voru legíó, Alþingi samþykkti nokkrar útfærslur á málinu og þjóðin felldi tvær þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og enn á ný er Icesave-draugurinn upp vakinn, þar sem EFTA-dómstóllinn mun taka þrjár spurningar Breta og Hollendinga til skoðunar, líklega í haust.Í sem skemmstu máli lúta spurningarnar að því hvernig uppgjöri Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) var háttað. Þegar Icesave var gert upp á sínum tíma var sjóðnum lokað, miðað var við þá upphæð sem tiltæk var í honum og Bretum og Hollendingum boðin hún gegn því að falla frá frekari kröfum. Síðan var stofnaður nýr sjóður á nýrri kennitölu, laus undan ábyrgðum þess fyrri. Sem sagt, ef sjóðurinn verður uppurinn, er þetta þá bara búið mál? Ef svarið er nei, gæti niðurstaðan allt eins orðið sú að allt fé sem fer inn í TIF í framtíðinni gangi upp í kröfurnar, sem gætu numið allt að 1.000 milljörðum króna. Það þarf ekki að velkjast í vafa um að það væri þungt högg fyrir fjármálakerfið og jafnvel ríkisvaldið. Þá má benda á að ný tilskipun um innstæðutryggingar kann að leggja ríkari skyldur á ríkin að tryggja greiðslur til innstæðueiganda en sú gamla gerði. Ef í ljós kemur að menn hafi staðið illa að lögunum um innstæðutryggingasjóðinn gæti hins vegar skapast skaðabótaskylda.Það sem EFTA-dómstóllinn mun skoða1. Samrýmist það ákvæðum EES-samningsins, einkum 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 94/19/EB um innstæðutryggingar og tryggingakerfi, þegar um kerfishrun er að ræða, að skuldbindingar fyrir fram fjármagnaðs innlánatryggingakerfis takmarkist við eignir þess á þeim tíma sem innstæður verða ótiltæk innlán í skilningi 3. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar og eignirnar duga ekki til að bæta kröfu hvers innstæðueiganda að fjárhæð allt að 20.000 evrur?2. Samrýmist það tilskipun 94/19/EB að í kjölfar kerfishruns setji samningsríki lög eða stjórnvaldsfyrirmæli sem heimili fyrir fram fjármögnuðu innlánakerfi að setja á stofn nýja deild eða reikning þar sem safnað sé iðgjöldum og ákveða að þau iðgjöld skuli renna í nýju deildina eða reikninginn í því skyni að byggja upp sjóð sem eingöngu sé ætlað að mæta mögulegum framtíðaráföllum og standi ekki til greiðslu eldri skuldbindinga?3. Samrýmist það 11. gr. tilskipunar 94/19/EB að innlánatryggingakerfi samningsríkis fái frekari réttindi samkvæmt landsrétti en þann að við greiðslu úr sjóðnum yfirtaki það kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi sem svari til fjárhæðarinnar sem greidd er
Alþingi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira