Erlent

Henti lottómiðunum og fær ekki vinning

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Maður sem vann 1,25 milljónir dollara eða um 140 milljónir íslenskra króna í lottói í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum getur ekki leyst vinninginn út þar sem hann er búinn að henda lottómiðunum.

Hann keypti fjölda miða með sömu talnaröð á. Þær tölur voru svo dregnar í lottóinu og vann hann því 50 þúsund dollara á hvern miða. Maðurinn áttaði sig ekki á því að tölurnar hans voru dregnar og henti miðunum.

Starfsmaður verslunarinnar þar sem miðarnir voru keyptir vissi hver hafði keypt miðana en maðurinn á það til að kaupa marga miða með sömu talnaröð á. Maðurinn staðfesti að hann hefði keypt miðana en hann hefði hent þeim.

Nú er meira en ár liðið síðan að tölurnar voru dregnar út en það var í mars í fyrra. Því eru miðarnir orðnir ógildir og engu máli skiptir hvort maðurinn sem þá keypti finni þá. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×