Hens verđur liđsfélagi Vignis í Danmörku

 
Handbolti
17:30 01. FEBRÚAR 2016
Pascal Hens.
Pascal Hens. VÍSIR/GETTY

Leikmenn þýska handknattleiksliðsins Hamburg halda áfram að yfirgefa það enda er félagið gjaldþrota og hefur ekki greitt leikmönnum sínum laun.

Á morgun verður staðfest að hinn 35 ára gamli Pascal Hens hafi skrifað undir samning við danska liðið Midtjylland. Svo segir TV2 í Danmörku. Samningurinn ku vera til eins og hálfs árs.

Hens mun því geta spilað með liðinu þegar úrslitahelgin í bikarnum fer fram um næstu helgi. Þá spilar Midtjylland gegn Team Tvis Holstebro. Vignir Svavarsson leikur með liði Midtjylland.

Hens hefur leikið með Hamburg síðan 2003. Hann á að baki 199 landsleiki fyrir Þýskaland þar sem hann skoraði 565 mörk.

Þessir hafa farið frá Hamburg síðustu vikur:

Johannes Bitter - Stuttgart
Ilija Brozovic - Kiel
Allan Damgaard - Bjerringbro-Silkeborg
Alexander Feld - Bayer Dormagen
Matthias Flohr - Skjern
Hans Lindberg - Füchse Berlin
Maciej Majdzinski - Bergischer
Adrian Pfahl - Göppingen
Justin Rundt - Henstedt-Ulzburg
Kevin Schmidt - Gummersbach
Jens Vortmann - Leipzig
Tom Wetzel - Lübbecke
Dener Jaanimaa - Kiel
Pascal Hens - Midtjylland

Enn á lausu hjá Hamburg:

Tim-Oliver Brauer
Piotr Grabarczyk
Pascal Hens
Felix Mehrkens
Casper Mortensen
Drasko Nenadic
Stefan Schröder


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Hens verđur liđsfélagi Vignis í Danmörku
Fara efst