Enski boltinn

Henry: MLS-deildin hefur breyst | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry lék með New York Red Bulls í fjögur ár.
Henry lék með New York Red Bulls í fjögur ár. vísir/afp
Sem kunnugt er lagði Thierry Henry knattspyrnuskóna á hilluna á dögunum eftir langan og glæsilegan feril. Frakkinn rær nú á ný mið, en hann hefur samið við Sky Sports þar sem hann mun starfa sem knattspyrnusérfræðingur.

Henry hóf ferilinn hjá Monaco í heimalandinu, en það var hjá Arsenal sem hann átti sín bestu ár. Henry vann tvo Englandsmeistaratitla með Arsenal og varð þrisvar sinnum bikarmeistari.

Henry skoraði alls 226 mörk í 369 leikjum fyrir Arsenal og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins. Hann er einnig í 4.-5. sæti yfir markahæstu leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 175 mörk.

Síðustu ár ferilsins spilaði Henry með New York Red Bulls í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Áður hann hélt á vit nýrra ævintýra í London veitti hann heimasíðu Red Bulls viðtal þar sem hann ræddi um veru sína hjá félaginu og almennt um MLS-deildina.

"Þetta hefur breyst mikið. Leikurinn hefur breyst. Deildin hefur breyst. Liðin eru nú með eigin leikvanga og þú sérð stuðningsmennina klæðast treyjum þeirra. Áður mættu þeir á leiki klæddir í treyjur Real Madrid eða Barcelona, en núna er fólk stolt af því klæðast treyjum síns lið," sagði Henry m.a. um breytinguna sem hefur orðið á MLS-deildinni.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Kveður sem kóngur í öðru landi

Frakkinn Thierry Henry batt enda á stórkostlegan knattspyrnuferil sinn í byrjun vikunnar, 37 ára að aldri. Hann er einn af albestu leikmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og er dáður þar í landi. Sama gildir ekki um hans föðurland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×