Innlent

Hemmi Gunn verður aftur Á tali

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkisútvarpið ætlar í vetur að sýna þætti með brotum úr gömlum þáttum Hermanns Gunnarssonar, Á tali með Hemma Gunn, sem nutu mikilla vinsælda fyrir um tuttugu árum. Það eru Egill Eðvarðsson og Þórhallur Gunnarsson sem sjá um nýju þættina. Þeir verða sýndir í tengslum við afmæli Ríkisútvarpsins.

Hermann Gunnarsson segist í samtali við Vísi hlakka til að sjá þættina. „Það verður gaman að sjá, þetta var svo mikið rugl á tímabili og skemmtilegt. Við fórum náttúrlega á alla veggi sem hægt er að komast á og fengum meðbyr og mótbyr. þetta var bara skemmtilegt," segir hann.

Nýju þættirnir verða sýndir í RÚV haust í stað annarrar seríu þáttanna Dans, dans, dans í umsjón Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur sem RÚV sýndi í fyrra, eftir því sem fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.

Hermann Gunnarsson hefur undanfarin ár verið með þætti útvarpsþætti á Bylgjunni þar sem hann spjallar við fólk sem er áberandi hverju sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×