Helmingur tekna Hörpunnar rennur til Reykjavíkurborgar 28. ágúst 2012 06:30 Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, eignarhaldsfélags Hörpu, segir að verði fasteignagjöldin af Hörpu ekki lækkuð sé það vandamál sem eigendurnir, ríki og Reykjavíkurborg, þurfi að glíma við. „Við ráðum ekki við þetta. Við erum með tvær milljónir króna í tekjur á dag og borgum eina milljón í fasteignagjöld á dag. Enginn rekstur á Íslandi ræður við þetta." Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ljóst að ríkið hafi gert ráð fyrir mun lægri fasteignagjöldum. „Þessi upphæð hefur auðvitað komið upp í samræðum okkar við borgina, en þær umræður standa yfir." Spurð hvort ríkið muni gera kröfu á borgina, sem fær auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum, um að auka hlutdeild sína í rekstrarkostnaði, segir hún: „Við munum meðal annars fara yfir þetta." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að forsendurnar fyrir yfirtöku hússins hafi verið að borgin yki ekki framlag sitt frekar en þegar hefði verið samþykkt. En þýða auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum ekki í raun lægra framlag? „Nei. Fasteignagjöld eru hluti af föstum rekstrarkostnaði hvaða byggingar sem er." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru fasteignagjöld á Hörpu hærri en af 12 menningar- og íþróttahúsum samanlagt. Dagur segir það einfaldlega þýða að Harpa sé það mikið verðmætari en þau hús. „Þess vegna hefðu fasteignagjöldin í Hörpu ekki átt að koma neinum á óvart, því ríki og borg tóku við Hörpu á ákveðnu verði. Það verð tekur mið af þeirri leigu sem ríki og borg voru búin að tryggja húsinu." Almennt greiða sveitarfélög fasteignagjöld af menningarhúsum sem þau reka. Það gildir til dæmis um Hof á Akureyri. Harpa er hins vegar í sameiginlegri eigu ríkis og borgar og reksturinn er í sérstöku félagi. En kemur til greina að eigendurnir greiði fasteignagjöldin? „Það var ekki hluti af forsendunum í upphafi að taka eina tegund skatta út fyrir sviga og segja að um hana gildi sérreglur. Það var þvert á móti gert ráð fyrir því að þetta hús mundi greiða gjöld eins og önnur hús en reksturinn fengi þennan myndarlega styrk frá ríki og borg, í því formi að þau borguðu leiguna af því." - kóp Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, eignarhaldsfélags Hörpu, segir að verði fasteignagjöldin af Hörpu ekki lækkuð sé það vandamál sem eigendurnir, ríki og Reykjavíkurborg, þurfi að glíma við. „Við ráðum ekki við þetta. Við erum með tvær milljónir króna í tekjur á dag og borgum eina milljón í fasteignagjöld á dag. Enginn rekstur á Íslandi ræður við þetta." Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ljóst að ríkið hafi gert ráð fyrir mun lægri fasteignagjöldum. „Þessi upphæð hefur auðvitað komið upp í samræðum okkar við borgina, en þær umræður standa yfir." Spurð hvort ríkið muni gera kröfu á borgina, sem fær auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum, um að auka hlutdeild sína í rekstrarkostnaði, segir hún: „Við munum meðal annars fara yfir þetta." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að forsendurnar fyrir yfirtöku hússins hafi verið að borgin yki ekki framlag sitt frekar en þegar hefði verið samþykkt. En þýða auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum ekki í raun lægra framlag? „Nei. Fasteignagjöld eru hluti af föstum rekstrarkostnaði hvaða byggingar sem er." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru fasteignagjöld á Hörpu hærri en af 12 menningar- og íþróttahúsum samanlagt. Dagur segir það einfaldlega þýða að Harpa sé það mikið verðmætari en þau hús. „Þess vegna hefðu fasteignagjöldin í Hörpu ekki átt að koma neinum á óvart, því ríki og borg tóku við Hörpu á ákveðnu verði. Það verð tekur mið af þeirri leigu sem ríki og borg voru búin að tryggja húsinu." Almennt greiða sveitarfélög fasteignagjöld af menningarhúsum sem þau reka. Það gildir til dæmis um Hof á Akureyri. Harpa er hins vegar í sameiginlegri eigu ríkis og borgar og reksturinn er í sérstöku félagi. En kemur til greina að eigendurnir greiði fasteignagjöldin? „Það var ekki hluti af forsendunum í upphafi að taka eina tegund skatta út fyrir sviga og segja að um hana gildi sérreglur. Það var þvert á móti gert ráð fyrir því að þetta hús mundi greiða gjöld eins og önnur hús en reksturinn fengi þennan myndarlega styrk frá ríki og borg, í því formi að þau borguðu leiguna af því." - kóp
Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?