Helmingur fólks á aldrinum 18 til 29 ára hefur notað ólögleg fíkniefni Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. júní 2015 08:00 Varsla og viðskipti með hass og maríjúana eru ólögleg. VÍSIR/PJÉTUR Næstum þriðjungur, eða 31 prósent, landsmanna segist einhvern tímann hafa notað hass eða maríjúana. Sextíu og níu prósent segjast þá ekki hafa notað það. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, vinnur að ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd skoðanakönnunarinnar. Hlutfall þeirra sem hafa notað efnið er hærra en hefur áður mælst í rannsóknum Helga. „Auðvitað getur skýringin að hluta til verið sú að menn þori frekar að viðurkenna neysluna en áður, en samt held ég að þetta sé merki um að þessi hópur sé að einhverju leyti stækkandi,“ segir Helgi. Árið 2013 var hlutfallið 25 prósent og 2002 var hlutfallið 20 prósent. Helmingur svarenda á aldrinum 18-29 ára sagðist einhvern tímann hafa prófað efnin og algengara var að karlmenn (37%) hefðu notað það en konur (25%). Aðeins sjö prósent 60 ára og eldri sögðust hafa prófað efnið. Þá sýna niðurstöður einnig að rúmlega helmingur landsmanna, eða 56 prósent, er andvígur því að varsla á neysluskammti fíkniefna verði gerð refsilaus. Rétt er að benda á að það að gera vörslu efnanna refsilausa er ekki það sama og að leyfa þau. „Munurinn á afstöðunni þarna er aldursbundinn og hann er líka bundinn við kyn. Konur eru varfærnari og vilja mun síður stíga þetta skref en karlar,“ segir Helgi. Það séu einkum ungir karlar sem vilji afglæpavæða fíkniefni.Helgi GunnlaugssonHelgi skýrir aldursmuninn þannig að reynsla fólks á ólíkum aldri af efnunum sé ólík. „Þetta er í umhverfi unga fólksins sem gerir það að verkum að unga fólkið hefur ekki eins miklar áhyggjur af þessu og eldra fólkið sem þekkir þetta síður af eigin raun og hefur áhyggjur af börnum sínum og barnabörnum,“ segir Helgi. Yngra fólkið horfi svipuðum augum á kannabisefni og áfengi og finnist skrýtið að það sé refsivert að nota kannabisefni en ekki viskí. Eldri kynslóðin og miðaldra kynslóðin hafi miklar áhyggjur af fíkniefnum og vilji síður gefa eftir í baráttunni gegn þeim. Að afglæpavæða fíkniefni myndi senda röng skilaboð um að neysla þeirra væri ekki alvarleg. Helgi segir líka að ólík afstaða aldurshópa til þess að afglæpavæða fíkniefnaneyslu geti mótast af því að unga fólkið gæti talið sig líklegt til að verða fyrir afskiptum lögreglu. „Það gæti lent í vörslu lögreglu fyrir eitthvað sem því finnst ekki alvarlegt. Þá er maður kominn á sakaskrá og þarf að greiða sekt og er kominn með einhvern stimpil á sig. Og það fyrir atferli sem því finnst ekki alvarlegt,“ segir Helgi. Þetta geti haft áhrif á möguleika fólks á að fá atvinnu eða til náms. Helgi rifjar upp að hann skoðaði afstöðu fólks til bjórs, áður en sala á honum varð heimil, og þetta sé sama mynstur. „Unga fólkið vildi leyfa bjórinn og sérstaklega ungu karlarnir. En skömmu áður en bjórinn var leyfður var meirihluti kvenna á móti því. Það var svona 51 prósent kvenna sem vildi áfram banna bjór,“ segir Helgi. Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Næstum þriðjungur, eða 31 prósent, landsmanna segist einhvern tímann hafa notað hass eða maríjúana. Sextíu og níu prósent segjast þá ekki hafa notað það. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, vinnur að ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd skoðanakönnunarinnar. Hlutfall þeirra sem hafa notað efnið er hærra en hefur áður mælst í rannsóknum Helga. „Auðvitað getur skýringin að hluta til verið sú að menn þori frekar að viðurkenna neysluna en áður, en samt held ég að þetta sé merki um að þessi hópur sé að einhverju leyti stækkandi,“ segir Helgi. Árið 2013 var hlutfallið 25 prósent og 2002 var hlutfallið 20 prósent. Helmingur svarenda á aldrinum 18-29 ára sagðist einhvern tímann hafa prófað efnin og algengara var að karlmenn (37%) hefðu notað það en konur (25%). Aðeins sjö prósent 60 ára og eldri sögðust hafa prófað efnið. Þá sýna niðurstöður einnig að rúmlega helmingur landsmanna, eða 56 prósent, er andvígur því að varsla á neysluskammti fíkniefna verði gerð refsilaus. Rétt er að benda á að það að gera vörslu efnanna refsilausa er ekki það sama og að leyfa þau. „Munurinn á afstöðunni þarna er aldursbundinn og hann er líka bundinn við kyn. Konur eru varfærnari og vilja mun síður stíga þetta skref en karlar,“ segir Helgi. Það séu einkum ungir karlar sem vilji afglæpavæða fíkniefni.Helgi GunnlaugssonHelgi skýrir aldursmuninn þannig að reynsla fólks á ólíkum aldri af efnunum sé ólík. „Þetta er í umhverfi unga fólksins sem gerir það að verkum að unga fólkið hefur ekki eins miklar áhyggjur af þessu og eldra fólkið sem þekkir þetta síður af eigin raun og hefur áhyggjur af börnum sínum og barnabörnum,“ segir Helgi. Yngra fólkið horfi svipuðum augum á kannabisefni og áfengi og finnist skrýtið að það sé refsivert að nota kannabisefni en ekki viskí. Eldri kynslóðin og miðaldra kynslóðin hafi miklar áhyggjur af fíkniefnum og vilji síður gefa eftir í baráttunni gegn þeim. Að afglæpavæða fíkniefni myndi senda röng skilaboð um að neysla þeirra væri ekki alvarleg. Helgi segir líka að ólík afstaða aldurshópa til þess að afglæpavæða fíkniefnaneyslu geti mótast af því að unga fólkið gæti talið sig líklegt til að verða fyrir afskiptum lögreglu. „Það gæti lent í vörslu lögreglu fyrir eitthvað sem því finnst ekki alvarlegt. Þá er maður kominn á sakaskrá og þarf að greiða sekt og er kominn með einhvern stimpil á sig. Og það fyrir atferli sem því finnst ekki alvarlegt,“ segir Helgi. Þetta geti haft áhrif á möguleika fólks á að fá atvinnu eða til náms. Helgi rifjar upp að hann skoðaði afstöðu fólks til bjórs, áður en sala á honum varð heimil, og þetta sé sama mynstur. „Unga fólkið vildi leyfa bjórinn og sérstaklega ungu karlarnir. En skömmu áður en bjórinn var leyfður var meirihluti kvenna á móti því. Það var svona 51 prósent kvenna sem vildi áfram banna bjór,“ segir Helgi.
Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent