Helmingur fólks á aldrinum 18 til 29 ára hefur notað ólögleg fíkniefni Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. júní 2015 08:00 Varsla og viðskipti með hass og maríjúana eru ólögleg. VÍSIR/PJÉTUR Næstum þriðjungur, eða 31 prósent, landsmanna segist einhvern tímann hafa notað hass eða maríjúana. Sextíu og níu prósent segjast þá ekki hafa notað það. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, vinnur að ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd skoðanakönnunarinnar. Hlutfall þeirra sem hafa notað efnið er hærra en hefur áður mælst í rannsóknum Helga. „Auðvitað getur skýringin að hluta til verið sú að menn þori frekar að viðurkenna neysluna en áður, en samt held ég að þetta sé merki um að þessi hópur sé að einhverju leyti stækkandi,“ segir Helgi. Árið 2013 var hlutfallið 25 prósent og 2002 var hlutfallið 20 prósent. Helmingur svarenda á aldrinum 18-29 ára sagðist einhvern tímann hafa prófað efnin og algengara var að karlmenn (37%) hefðu notað það en konur (25%). Aðeins sjö prósent 60 ára og eldri sögðust hafa prófað efnið. Þá sýna niðurstöður einnig að rúmlega helmingur landsmanna, eða 56 prósent, er andvígur því að varsla á neysluskammti fíkniefna verði gerð refsilaus. Rétt er að benda á að það að gera vörslu efnanna refsilausa er ekki það sama og að leyfa þau. „Munurinn á afstöðunni þarna er aldursbundinn og hann er líka bundinn við kyn. Konur eru varfærnari og vilja mun síður stíga þetta skref en karlar,“ segir Helgi. Það séu einkum ungir karlar sem vilji afglæpavæða fíkniefni.Helgi GunnlaugssonHelgi skýrir aldursmuninn þannig að reynsla fólks á ólíkum aldri af efnunum sé ólík. „Þetta er í umhverfi unga fólksins sem gerir það að verkum að unga fólkið hefur ekki eins miklar áhyggjur af þessu og eldra fólkið sem þekkir þetta síður af eigin raun og hefur áhyggjur af börnum sínum og barnabörnum,“ segir Helgi. Yngra fólkið horfi svipuðum augum á kannabisefni og áfengi og finnist skrýtið að það sé refsivert að nota kannabisefni en ekki viskí. Eldri kynslóðin og miðaldra kynslóðin hafi miklar áhyggjur af fíkniefnum og vilji síður gefa eftir í baráttunni gegn þeim. Að afglæpavæða fíkniefni myndi senda röng skilaboð um að neysla þeirra væri ekki alvarleg. Helgi segir líka að ólík afstaða aldurshópa til þess að afglæpavæða fíkniefnaneyslu geti mótast af því að unga fólkið gæti talið sig líklegt til að verða fyrir afskiptum lögreglu. „Það gæti lent í vörslu lögreglu fyrir eitthvað sem því finnst ekki alvarlegt. Þá er maður kominn á sakaskrá og þarf að greiða sekt og er kominn með einhvern stimpil á sig. Og það fyrir atferli sem því finnst ekki alvarlegt,“ segir Helgi. Þetta geti haft áhrif á möguleika fólks á að fá atvinnu eða til náms. Helgi rifjar upp að hann skoðaði afstöðu fólks til bjórs, áður en sala á honum varð heimil, og þetta sé sama mynstur. „Unga fólkið vildi leyfa bjórinn og sérstaklega ungu karlarnir. En skömmu áður en bjórinn var leyfður var meirihluti kvenna á móti því. Það var svona 51 prósent kvenna sem vildi áfram banna bjór,“ segir Helgi. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira
Næstum þriðjungur, eða 31 prósent, landsmanna segist einhvern tímann hafa notað hass eða maríjúana. Sextíu og níu prósent segjast þá ekki hafa notað það. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, vinnur að ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd skoðanakönnunarinnar. Hlutfall þeirra sem hafa notað efnið er hærra en hefur áður mælst í rannsóknum Helga. „Auðvitað getur skýringin að hluta til verið sú að menn þori frekar að viðurkenna neysluna en áður, en samt held ég að þetta sé merki um að þessi hópur sé að einhverju leyti stækkandi,“ segir Helgi. Árið 2013 var hlutfallið 25 prósent og 2002 var hlutfallið 20 prósent. Helmingur svarenda á aldrinum 18-29 ára sagðist einhvern tímann hafa prófað efnin og algengara var að karlmenn (37%) hefðu notað það en konur (25%). Aðeins sjö prósent 60 ára og eldri sögðust hafa prófað efnið. Þá sýna niðurstöður einnig að rúmlega helmingur landsmanna, eða 56 prósent, er andvígur því að varsla á neysluskammti fíkniefna verði gerð refsilaus. Rétt er að benda á að það að gera vörslu efnanna refsilausa er ekki það sama og að leyfa þau. „Munurinn á afstöðunni þarna er aldursbundinn og hann er líka bundinn við kyn. Konur eru varfærnari og vilja mun síður stíga þetta skref en karlar,“ segir Helgi. Það séu einkum ungir karlar sem vilji afglæpavæða fíkniefni.Helgi GunnlaugssonHelgi skýrir aldursmuninn þannig að reynsla fólks á ólíkum aldri af efnunum sé ólík. „Þetta er í umhverfi unga fólksins sem gerir það að verkum að unga fólkið hefur ekki eins miklar áhyggjur af þessu og eldra fólkið sem þekkir þetta síður af eigin raun og hefur áhyggjur af börnum sínum og barnabörnum,“ segir Helgi. Yngra fólkið horfi svipuðum augum á kannabisefni og áfengi og finnist skrýtið að það sé refsivert að nota kannabisefni en ekki viskí. Eldri kynslóðin og miðaldra kynslóðin hafi miklar áhyggjur af fíkniefnum og vilji síður gefa eftir í baráttunni gegn þeim. Að afglæpavæða fíkniefni myndi senda röng skilaboð um að neysla þeirra væri ekki alvarleg. Helgi segir líka að ólík afstaða aldurshópa til þess að afglæpavæða fíkniefnaneyslu geti mótast af því að unga fólkið gæti talið sig líklegt til að verða fyrir afskiptum lögreglu. „Það gæti lent í vörslu lögreglu fyrir eitthvað sem því finnst ekki alvarlegt. Þá er maður kominn á sakaskrá og þarf að greiða sekt og er kominn með einhvern stimpil á sig. Og það fyrir atferli sem því finnst ekki alvarlegt,“ segir Helgi. Þetta geti haft áhrif á möguleika fólks á að fá atvinnu eða til náms. Helgi rifjar upp að hann skoðaði afstöðu fólks til bjórs, áður en sala á honum varð heimil, og þetta sé sama mynstur. „Unga fólkið vildi leyfa bjórinn og sérstaklega ungu karlarnir. En skömmu áður en bjórinn var leyfður var meirihluti kvenna á móti því. Það var svona 51 prósent kvenna sem vildi áfram banna bjór,“ segir Helgi.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira