Helmingur fólks á aldrinum 18 til 29 ára hefur notað ólögleg fíkniefni Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. júní 2015 08:00 Varsla og viðskipti með hass og maríjúana eru ólögleg. VÍSIR/PJÉTUR Næstum þriðjungur, eða 31 prósent, landsmanna segist einhvern tímann hafa notað hass eða maríjúana. Sextíu og níu prósent segjast þá ekki hafa notað það. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, vinnur að ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd skoðanakönnunarinnar. Hlutfall þeirra sem hafa notað efnið er hærra en hefur áður mælst í rannsóknum Helga. „Auðvitað getur skýringin að hluta til verið sú að menn þori frekar að viðurkenna neysluna en áður, en samt held ég að þetta sé merki um að þessi hópur sé að einhverju leyti stækkandi,“ segir Helgi. Árið 2013 var hlutfallið 25 prósent og 2002 var hlutfallið 20 prósent. Helmingur svarenda á aldrinum 18-29 ára sagðist einhvern tímann hafa prófað efnin og algengara var að karlmenn (37%) hefðu notað það en konur (25%). Aðeins sjö prósent 60 ára og eldri sögðust hafa prófað efnið. Þá sýna niðurstöður einnig að rúmlega helmingur landsmanna, eða 56 prósent, er andvígur því að varsla á neysluskammti fíkniefna verði gerð refsilaus. Rétt er að benda á að það að gera vörslu efnanna refsilausa er ekki það sama og að leyfa þau. „Munurinn á afstöðunni þarna er aldursbundinn og hann er líka bundinn við kyn. Konur eru varfærnari og vilja mun síður stíga þetta skref en karlar,“ segir Helgi. Það séu einkum ungir karlar sem vilji afglæpavæða fíkniefni.Helgi GunnlaugssonHelgi skýrir aldursmuninn þannig að reynsla fólks á ólíkum aldri af efnunum sé ólík. „Þetta er í umhverfi unga fólksins sem gerir það að verkum að unga fólkið hefur ekki eins miklar áhyggjur af þessu og eldra fólkið sem þekkir þetta síður af eigin raun og hefur áhyggjur af börnum sínum og barnabörnum,“ segir Helgi. Yngra fólkið horfi svipuðum augum á kannabisefni og áfengi og finnist skrýtið að það sé refsivert að nota kannabisefni en ekki viskí. Eldri kynslóðin og miðaldra kynslóðin hafi miklar áhyggjur af fíkniefnum og vilji síður gefa eftir í baráttunni gegn þeim. Að afglæpavæða fíkniefni myndi senda röng skilaboð um að neysla þeirra væri ekki alvarleg. Helgi segir líka að ólík afstaða aldurshópa til þess að afglæpavæða fíkniefnaneyslu geti mótast af því að unga fólkið gæti talið sig líklegt til að verða fyrir afskiptum lögreglu. „Það gæti lent í vörslu lögreglu fyrir eitthvað sem því finnst ekki alvarlegt. Þá er maður kominn á sakaskrá og þarf að greiða sekt og er kominn með einhvern stimpil á sig. Og það fyrir atferli sem því finnst ekki alvarlegt,“ segir Helgi. Þetta geti haft áhrif á möguleika fólks á að fá atvinnu eða til náms. Helgi rifjar upp að hann skoðaði afstöðu fólks til bjórs, áður en sala á honum varð heimil, og þetta sé sama mynstur. „Unga fólkið vildi leyfa bjórinn og sérstaklega ungu karlarnir. En skömmu áður en bjórinn var leyfður var meirihluti kvenna á móti því. Það var svona 51 prósent kvenna sem vildi áfram banna bjór,“ segir Helgi. Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Næstum þriðjungur, eða 31 prósent, landsmanna segist einhvern tímann hafa notað hass eða maríjúana. Sextíu og níu prósent segjast þá ekki hafa notað það. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, vinnur að ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd skoðanakönnunarinnar. Hlutfall þeirra sem hafa notað efnið er hærra en hefur áður mælst í rannsóknum Helga. „Auðvitað getur skýringin að hluta til verið sú að menn þori frekar að viðurkenna neysluna en áður, en samt held ég að þetta sé merki um að þessi hópur sé að einhverju leyti stækkandi,“ segir Helgi. Árið 2013 var hlutfallið 25 prósent og 2002 var hlutfallið 20 prósent. Helmingur svarenda á aldrinum 18-29 ára sagðist einhvern tímann hafa prófað efnin og algengara var að karlmenn (37%) hefðu notað það en konur (25%). Aðeins sjö prósent 60 ára og eldri sögðust hafa prófað efnið. Þá sýna niðurstöður einnig að rúmlega helmingur landsmanna, eða 56 prósent, er andvígur því að varsla á neysluskammti fíkniefna verði gerð refsilaus. Rétt er að benda á að það að gera vörslu efnanna refsilausa er ekki það sama og að leyfa þau. „Munurinn á afstöðunni þarna er aldursbundinn og hann er líka bundinn við kyn. Konur eru varfærnari og vilja mun síður stíga þetta skref en karlar,“ segir Helgi. Það séu einkum ungir karlar sem vilji afglæpavæða fíkniefni.Helgi GunnlaugssonHelgi skýrir aldursmuninn þannig að reynsla fólks á ólíkum aldri af efnunum sé ólík. „Þetta er í umhverfi unga fólksins sem gerir það að verkum að unga fólkið hefur ekki eins miklar áhyggjur af þessu og eldra fólkið sem þekkir þetta síður af eigin raun og hefur áhyggjur af börnum sínum og barnabörnum,“ segir Helgi. Yngra fólkið horfi svipuðum augum á kannabisefni og áfengi og finnist skrýtið að það sé refsivert að nota kannabisefni en ekki viskí. Eldri kynslóðin og miðaldra kynslóðin hafi miklar áhyggjur af fíkniefnum og vilji síður gefa eftir í baráttunni gegn þeim. Að afglæpavæða fíkniefni myndi senda röng skilaboð um að neysla þeirra væri ekki alvarleg. Helgi segir líka að ólík afstaða aldurshópa til þess að afglæpavæða fíkniefnaneyslu geti mótast af því að unga fólkið gæti talið sig líklegt til að verða fyrir afskiptum lögreglu. „Það gæti lent í vörslu lögreglu fyrir eitthvað sem því finnst ekki alvarlegt. Þá er maður kominn á sakaskrá og þarf að greiða sekt og er kominn með einhvern stimpil á sig. Og það fyrir atferli sem því finnst ekki alvarlegt,“ segir Helgi. Þetta geti haft áhrif á möguleika fólks á að fá atvinnu eða til náms. Helgi rifjar upp að hann skoðaði afstöðu fólks til bjórs, áður en sala á honum varð heimil, og þetta sé sama mynstur. „Unga fólkið vildi leyfa bjórinn og sérstaklega ungu karlarnir. En skömmu áður en bjórinn var leyfður var meirihluti kvenna á móti því. Það var svona 51 prósent kvenna sem vildi áfram banna bjór,“ segir Helgi.
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira