Helmings fækkun sakamála Ingvar Haraldsson skrifar 28. júlí 2015 07:00 Jón H. Snorrason Sakamálum sem koma til kasta héraðsdómstólanna hefur fækkað um helming milli áranna 2011 og 2014. Ný sakamál fyrir héraðsdómi voru 2.597 árið 2014 en 5.122 árið 2011. Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðuna fyrir fækkun sakamála helst aukið eftirlit með síbrotamönnum. „Við höfum verið með mjög öflugar aðgerðir í gangi til að stemma stigu við að síbrotamenn geti haldið áfram óáreittir. Síbrotamenn fá miklu minna svigrúm en áður,“ segir hann. Jón telur mikinn árangur hafa náðst í baráttunni gegn síbrotamönnum síðustu sex ár. „Almennum hegningarlagabrotum hefur fækkað talsvert og í sumum flokkum um alveg upp í þrjátíu prósent.“ Aukið eftirlit sé með rofi síbrotamanna á reynslulausn. Þá sé síbrotagæslu beitt í auknum mæli þar sem reynt sé að hraða afgreiðslu í dómskerfinu þegar menn með langan sakaferil brjóta af sér. Jón segir brotastarfsemi á borð við viðskipti með ólöglegan varning, fjársvikamál og kynferðisafbrotamál hafa í auknum mæli færst á veraldarvefinn. Það geti átt þátt í að skýra hvers vegna sakamálum hafi fækkað, enda kalli slík brot á breytt verklag hjá lögreglu. „Lögreglan þarf að koma sér upp þekkingu og færni þar,“ segir Jón. Einnig geti frumkvæðismálum lögreglunnar hafa farið fækkandi í niðurskurði síðustu ára. Jón tekur þó fram að lögð sé áhersla á að sinna öllum málum sem koma inn á borð lögreglunnar. Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, segir að eðli og umfang dómsmála hafi breyst verulega frá hruni. „Við fórum að kljást við annars konar mál, bæði einkamál og sakamál. En eftir því sem lengra líður frá hruni eru menn búnir að útkljá ýmis álitaefni sem tengjast hruninu og málum hefur þá fækkað hlutfallslega í samhengi við það,“ segir Símon. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Sjá meira
Sakamálum sem koma til kasta héraðsdómstólanna hefur fækkað um helming milli áranna 2011 og 2014. Ný sakamál fyrir héraðsdómi voru 2.597 árið 2014 en 5.122 árið 2011. Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðuna fyrir fækkun sakamála helst aukið eftirlit með síbrotamönnum. „Við höfum verið með mjög öflugar aðgerðir í gangi til að stemma stigu við að síbrotamenn geti haldið áfram óáreittir. Síbrotamenn fá miklu minna svigrúm en áður,“ segir hann. Jón telur mikinn árangur hafa náðst í baráttunni gegn síbrotamönnum síðustu sex ár. „Almennum hegningarlagabrotum hefur fækkað talsvert og í sumum flokkum um alveg upp í þrjátíu prósent.“ Aukið eftirlit sé með rofi síbrotamanna á reynslulausn. Þá sé síbrotagæslu beitt í auknum mæli þar sem reynt sé að hraða afgreiðslu í dómskerfinu þegar menn með langan sakaferil brjóta af sér. Jón segir brotastarfsemi á borð við viðskipti með ólöglegan varning, fjársvikamál og kynferðisafbrotamál hafa í auknum mæli færst á veraldarvefinn. Það geti átt þátt í að skýra hvers vegna sakamálum hafi fækkað, enda kalli slík brot á breytt verklag hjá lögreglu. „Lögreglan þarf að koma sér upp þekkingu og færni þar,“ segir Jón. Einnig geti frumkvæðismálum lögreglunnar hafa farið fækkandi í niðurskurði síðustu ára. Jón tekur þó fram að lögð sé áhersla á að sinna öllum málum sem koma inn á borð lögreglunnar. Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, segir að eðli og umfang dómsmála hafi breyst verulega frá hruni. „Við fórum að kljást við annars konar mál, bæði einkamál og sakamál. En eftir því sem lengra líður frá hruni eru menn búnir að útkljá ýmis álitaefni sem tengjast hruninu og málum hefur þá fækkað hlutfallslega í samhengi við það,“ segir Símon.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Sjá meira