Helmings fækkun sakamála Ingvar Haraldsson skrifar 28. júlí 2015 07:00 Jón H. Snorrason Sakamálum sem koma til kasta héraðsdómstólanna hefur fækkað um helming milli áranna 2011 og 2014. Ný sakamál fyrir héraðsdómi voru 2.597 árið 2014 en 5.122 árið 2011. Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðuna fyrir fækkun sakamála helst aukið eftirlit með síbrotamönnum. „Við höfum verið með mjög öflugar aðgerðir í gangi til að stemma stigu við að síbrotamenn geti haldið áfram óáreittir. Síbrotamenn fá miklu minna svigrúm en áður,“ segir hann. Jón telur mikinn árangur hafa náðst í baráttunni gegn síbrotamönnum síðustu sex ár. „Almennum hegningarlagabrotum hefur fækkað talsvert og í sumum flokkum um alveg upp í þrjátíu prósent.“ Aukið eftirlit sé með rofi síbrotamanna á reynslulausn. Þá sé síbrotagæslu beitt í auknum mæli þar sem reynt sé að hraða afgreiðslu í dómskerfinu þegar menn með langan sakaferil brjóta af sér. Jón segir brotastarfsemi á borð við viðskipti með ólöglegan varning, fjársvikamál og kynferðisafbrotamál hafa í auknum mæli færst á veraldarvefinn. Það geti átt þátt í að skýra hvers vegna sakamálum hafi fækkað, enda kalli slík brot á breytt verklag hjá lögreglu. „Lögreglan þarf að koma sér upp þekkingu og færni þar,“ segir Jón. Einnig geti frumkvæðismálum lögreglunnar hafa farið fækkandi í niðurskurði síðustu ára. Jón tekur þó fram að lögð sé áhersla á að sinna öllum málum sem koma inn á borð lögreglunnar. Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, segir að eðli og umfang dómsmála hafi breyst verulega frá hruni. „Við fórum að kljást við annars konar mál, bæði einkamál og sakamál. En eftir því sem lengra líður frá hruni eru menn búnir að útkljá ýmis álitaefni sem tengjast hruninu og málum hefur þá fækkað hlutfallslega í samhengi við það,“ segir Símon. Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Sakamálum sem koma til kasta héraðsdómstólanna hefur fækkað um helming milli áranna 2011 og 2014. Ný sakamál fyrir héraðsdómi voru 2.597 árið 2014 en 5.122 árið 2011. Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðuna fyrir fækkun sakamála helst aukið eftirlit með síbrotamönnum. „Við höfum verið með mjög öflugar aðgerðir í gangi til að stemma stigu við að síbrotamenn geti haldið áfram óáreittir. Síbrotamenn fá miklu minna svigrúm en áður,“ segir hann. Jón telur mikinn árangur hafa náðst í baráttunni gegn síbrotamönnum síðustu sex ár. „Almennum hegningarlagabrotum hefur fækkað talsvert og í sumum flokkum um alveg upp í þrjátíu prósent.“ Aukið eftirlit sé með rofi síbrotamanna á reynslulausn. Þá sé síbrotagæslu beitt í auknum mæli þar sem reynt sé að hraða afgreiðslu í dómskerfinu þegar menn með langan sakaferil brjóta af sér. Jón segir brotastarfsemi á borð við viðskipti með ólöglegan varning, fjársvikamál og kynferðisafbrotamál hafa í auknum mæli færst á veraldarvefinn. Það geti átt þátt í að skýra hvers vegna sakamálum hafi fækkað, enda kalli slík brot á breytt verklag hjá lögreglu. „Lögreglan þarf að koma sér upp þekkingu og færni þar,“ segir Jón. Einnig geti frumkvæðismálum lögreglunnar hafa farið fækkandi í niðurskurði síðustu ára. Jón tekur þó fram að lögð sé áhersla á að sinna öllum málum sem koma inn á borð lögreglunnar. Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, segir að eðli og umfang dómsmála hafi breyst verulega frá hruni. „Við fórum að kljást við annars konar mál, bæði einkamál og sakamál. En eftir því sem lengra líður frá hruni eru menn búnir að útkljá ýmis álitaefni sem tengjast hruninu og málum hefur þá fækkað hlutfallslega í samhengi við það,“ segir Símon.
Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira