Helmingi færri úrræði fyrir börnin Linda Blöndal skrifar 27. september 2014 19:03 Frásögn af 22ja ára konu sem svipti sig lífi á Vogi fyrir tveimur vikum vekur enn á ný upp spurningarnar um brotalamir í meðferðarúrrræðum hér á landi. Í Fréttablaðinu í dag er rætt við móður og ömmu Ástríðar Ránar Erlendsdóttur sem var langt leiddur fíkill og skildi eftir sig ungan son. Hún hóf neyslu þrettán ára og að baki eru óteljandi meðferðir. Mæðgurnar gagnrýna skorti á eftirfylgni og utanumhaldi við fíkla sem koma úr meðferð því utanaðkomandi þrýstingur í fyrra líferni sé sterkt afl og eldri menn nýti sér neyð fíknisjúkra kvenna. Vandinn varð stærri eftir að Ástríður varð lögráða átján ára.Úrræðum fækkað um helmingYfir 190 félagsmenn eru í Olnbogabörnum. Sigurbjörg Sigurðardóttir, einn stofnandi samtakanna bendir á að úrræðin fyrir unga fíkla séu aðallega þrjú: Háholt, Laugaland og Lækjarbakki en á vegum Barnaverndarstofu er þó einnig sérstakt meðferðarúrræði sem fer fram á heimili fjölskyldunnar. Úrræðunum hefur fækkað mikið og telst Sigurbjörgu til að þau hafi farið úr átta í fjögur á fáum árum eða fækkað um helming.BUGL vísar barnungum neytendum fráSigurbjörg tekur undir með gagnrýninni í Fréttablaðsviðtalinu í dag og segir enga eftirfylgni við unga fíkla sem koma út úr meðferð. Þegar um börn yngri en 18 ára er að ræða sé síðan engin geðhjálp séu börnin með geðröskun og að neyta vímuefna. BUGL vísi þeim frá. Tekið út úr fjárlögumÞrír skólastjórar í nokkrum hverfum í Reykjavík höfðu hannað þróað úrræði svo hægt væri að taka strax á vanda barnanna og sinna eftirfylgni fyrir þau sem þess þurfa eftir meðferð. Úrræðið fékk byr undir báða vændi hjá stjórnvöldum, segir Sigurbjörg. „Þetta var sett inn í fjárlagafrumvarp í fyrra fyrir 2014 áður, fyrir kosningar. Um leið og kosningarnar voru afstaðnar var þessi stuðningur tekinn út. Þetta úrræði kostar um 20 milljónir ár ári", sagði Sigurbjörg í samtali við Stöð 2 í kvöld. Tengdar fréttir Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Frásögn af 22ja ára konu sem svipti sig lífi á Vogi fyrir tveimur vikum vekur enn á ný upp spurningarnar um brotalamir í meðferðarúrrræðum hér á landi. Í Fréttablaðinu í dag er rætt við móður og ömmu Ástríðar Ránar Erlendsdóttur sem var langt leiddur fíkill og skildi eftir sig ungan son. Hún hóf neyslu þrettán ára og að baki eru óteljandi meðferðir. Mæðgurnar gagnrýna skorti á eftirfylgni og utanumhaldi við fíkla sem koma úr meðferð því utanaðkomandi þrýstingur í fyrra líferni sé sterkt afl og eldri menn nýti sér neyð fíknisjúkra kvenna. Vandinn varð stærri eftir að Ástríður varð lögráða átján ára.Úrræðum fækkað um helmingYfir 190 félagsmenn eru í Olnbogabörnum. Sigurbjörg Sigurðardóttir, einn stofnandi samtakanna bendir á að úrræðin fyrir unga fíkla séu aðallega þrjú: Háholt, Laugaland og Lækjarbakki en á vegum Barnaverndarstofu er þó einnig sérstakt meðferðarúrræði sem fer fram á heimili fjölskyldunnar. Úrræðunum hefur fækkað mikið og telst Sigurbjörgu til að þau hafi farið úr átta í fjögur á fáum árum eða fækkað um helming.BUGL vísar barnungum neytendum fráSigurbjörg tekur undir með gagnrýninni í Fréttablaðsviðtalinu í dag og segir enga eftirfylgni við unga fíkla sem koma út úr meðferð. Þegar um börn yngri en 18 ára er að ræða sé síðan engin geðhjálp séu börnin með geðröskun og að neyta vímuefna. BUGL vísi þeim frá. Tekið út úr fjárlögumÞrír skólastjórar í nokkrum hverfum í Reykjavík höfðu hannað þróað úrræði svo hægt væri að taka strax á vanda barnanna og sinna eftirfylgni fyrir þau sem þess þurfa eftir meðferð. Úrræðið fékk byr undir báða vændi hjá stjórnvöldum, segir Sigurbjörg. „Þetta var sett inn í fjárlagafrumvarp í fyrra fyrir 2014 áður, fyrir kosningar. Um leið og kosningarnar voru afstaðnar var þessi stuðningur tekinn út. Þetta úrræði kostar um 20 milljónir ár ári", sagði Sigurbjörg í samtali við Stöð 2 í kvöld.
Tengdar fréttir Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01