Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 11:59 Helgi Sigurðsson gerðist aðstoðarmaður Milosar Milojevic á miðju sumri í fyrra en kveður nú Víkina fyrir Árbæinn. vísir/ernir „Ég er rosalega stoltur af því að Fylkir treysti mér fyrir þessu verkefni,“ segir Helgi Sigurðsson í samtali við Vísi en hann var í morgun ráðinn þjálfari Árbæjarliðsins til næstu þriggja ára eins og Vísir greindi frá. Fylkir féll úr Pepsi-deildinni í haust eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild. Helgi segir að tveir dagar séu síðan Fylkismenn höfðu fyrst samband en þeir virtust heillast af því sem Víkingurinn sagði á símafundi þar sem hann var staddur erlendis. „Maður var með nokkra menn á línunni. Ég sagði mínar skoðanir og hvað ég vildi gera,“ segir Helgi sem hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Víkingi og Fram undanfarin ár. „Ég er metnaðarfullur maður og það minnkaði ekkert eftir árangurinn í sumar með þriðja flokkinn,“ segir Helgi sem gerði 3. flokk Víkings að Íslandsmeisturum. „Ég var aðstoðarþjálfari hjá Ólafi Þórðarsyni og núna síðast með Milos undanfarið eitt og hálft ár. Mig var farið að kitla í að taka næsta skref í þessu og standa á eigin fótum.“Áður komið liðum upp Helgi þekkir það ágætlega að koma liðum upp úr næst efstu deild en það gerði hann sem leikmaður Fram árið 2006 og Víkings 2010. Nú þarf hann að koma Fylkismönnum upp af hliðarlínunni. „Fyrst og fremst er markmiðið að koma Fylki aftur upp í Pepsi-deildina. Félagið er 50 ára á næsta ári og því mun ég gera allt sem ég get til að gera sumarið skemmtilegt,“ segir Helgi. „Númer eitt, tvö og þrjú þarf maður að hafa gott lið til þess að ná árangri og þetta Fylkislið er gott. Þarna eru spennandi leikmenn með mikla reynslu sem hafa spilað lengi saman. Ef ég næ að búa til gott lið upp úr þessum hópi verðum við til alls líklegir.“ Helgi er staddur erlendis með fjölskyldunni í sumarfríi eftir langt og strangt sumar í Víkinni en lítið verður úr fríinu núna þar sem hann þarf að fara að skoða leikmannamálin. „Það verður eitthvað lítið úr þessu fríi. Maður getur samt alltaf verið í fríi en maður fær ekki alltaf svona tækifæri. Ég á skilningsríka fjölskyldu þannig þetta verður allt í lagi,“ segir Helgi Sigurðsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
„Ég er rosalega stoltur af því að Fylkir treysti mér fyrir þessu verkefni,“ segir Helgi Sigurðsson í samtali við Vísi en hann var í morgun ráðinn þjálfari Árbæjarliðsins til næstu þriggja ára eins og Vísir greindi frá. Fylkir féll úr Pepsi-deildinni í haust eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild. Helgi segir að tveir dagar séu síðan Fylkismenn höfðu fyrst samband en þeir virtust heillast af því sem Víkingurinn sagði á símafundi þar sem hann var staddur erlendis. „Maður var með nokkra menn á línunni. Ég sagði mínar skoðanir og hvað ég vildi gera,“ segir Helgi sem hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Víkingi og Fram undanfarin ár. „Ég er metnaðarfullur maður og það minnkaði ekkert eftir árangurinn í sumar með þriðja flokkinn,“ segir Helgi sem gerði 3. flokk Víkings að Íslandsmeisturum. „Ég var aðstoðarþjálfari hjá Ólafi Þórðarsyni og núna síðast með Milos undanfarið eitt og hálft ár. Mig var farið að kitla í að taka næsta skref í þessu og standa á eigin fótum.“Áður komið liðum upp Helgi þekkir það ágætlega að koma liðum upp úr næst efstu deild en það gerði hann sem leikmaður Fram árið 2006 og Víkings 2010. Nú þarf hann að koma Fylkismönnum upp af hliðarlínunni. „Fyrst og fremst er markmiðið að koma Fylki aftur upp í Pepsi-deildina. Félagið er 50 ára á næsta ári og því mun ég gera allt sem ég get til að gera sumarið skemmtilegt,“ segir Helgi. „Númer eitt, tvö og þrjú þarf maður að hafa gott lið til þess að ná árangri og þetta Fylkislið er gott. Þarna eru spennandi leikmenn með mikla reynslu sem hafa spilað lengi saman. Ef ég næ að búa til gott lið upp úr þessum hópi verðum við til alls líklegir.“ Helgi er staddur erlendis með fjölskyldunni í sumarfríi eftir langt og strangt sumar í Víkinni en lítið verður úr fríinu núna þar sem hann þarf að fara að skoða leikmannamálin. „Það verður eitthvað lítið úr þessu fríi. Maður getur samt alltaf verið í fríi en maður fær ekki alltaf svona tækifæri. Ég á skilningsríka fjölskyldu þannig þetta verður allt í lagi,“ segir Helgi Sigurðsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45