LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ NÝJAST 23:36

Framherjar KR: Meira en ţúsund mínútur án marks í sumar

SPORT

Helgi ráđinn ađaţjálfari Pfullendorf

 
Ţýski boltinn
11:30 09. JÚNÍ 2010
Helgi Kolviđsson međ Walter Schneck.
Helgi Kolviđsson međ Walter Schneck. MYND/HEIMASÍĐA PFULLENDORF

Helgi Kolviðsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari þýska D-deildarliðsins SC Pfullendorf en það var tilkynnt á heimasíðu félagsins í gær.

Helgi lék sjálfur á sínum tíma með félaginu og hefur verið aðstoðarþjálfari þess undanfarin tvö ár.

Þar áður var hann hins vegar fenginn til að stýra liðinu í nokkra mánuði eftir að þáverandi þjálfari var rekinn. En þar sem hann var ekki með tilskilin þjálfararéttindi fékk hann ekki að halda áfram í starfi.

Helgi lauk við A-þjálfaragráðu sína nú í vetur tekur því við starfi aðalþjálfara nú. Walter Schneck var fenginn til að vera þjálfari undanfarin tvö ár en verður nú yfirmaður knattspyrnumála eins og stóð reyndar alltaf til.

Helgi á langan feril að baki bæði í Þýskalandi og Austurríki. Hann lék bæði með HK og ÍK hér á landi áður en hann fór fyrst til Pfullendorf árið 1994. Eftir það lék hann með Mainz og Ulm í Þýskalandi og Lustenau og Kärnten í Austurríki. Hann sneri svo aftur til Pfullendorf sem leikmaður árið 2003 og lék með liðinu þar til hann lagði skóna á hilluna árið 2008.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Ţýski boltinn / Helgi ráđinn ađaţjálfari Pfullendorf
Fara efst