MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 05:00

Gamma í vinnslu eiturefnaúrgangs

FRÉTTIR

Helgi ráđinn ađaţjálfari Pfullendorf

 
Fótbolti
11:30 09. JÚNÍ 2010
Helgi Kolviđsson međ Walter Schneck.
Helgi Kolviđsson međ Walter Schneck. MYND/HEIMASÍĐA PFULLENDORF

Helgi Kolviðsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari þýska D-deildarliðsins SC Pfullendorf en það var tilkynnt á heimasíðu félagsins í gær.

Helgi lék sjálfur á sínum tíma með félaginu og hefur verið aðstoðarþjálfari þess undanfarin tvö ár.

Þar áður var hann hins vegar fenginn til að stýra liðinu í nokkra mánuði eftir að þáverandi þjálfari var rekinn. En þar sem hann var ekki með tilskilin þjálfararéttindi fékk hann ekki að halda áfram í starfi.

Helgi lauk við A-þjálfaragráðu sína nú í vetur tekur því við starfi aðalþjálfara nú. Walter Schneck var fenginn til að vera þjálfari undanfarin tvö ár en verður nú yfirmaður knattspyrnumála eins og stóð reyndar alltaf til.

Helgi á langan feril að baki bæði í Þýskalandi og Austurríki. Hann lék bæði með HK og ÍK hér á landi áður en hann fór fyrst til Pfullendorf árið 1994. Eftir það lék hann með Mainz og Ulm í Þýskalandi og Lustenau og Kärnten í Austurríki. Hann sneri svo aftur til Pfullendorf sem leikmaður árið 2003 og lék með liðinu þar til hann lagði skóna á hilluna árið 2008.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Helgi ráđinn ađaţjálfari Pfullendorf
Fara efst