Íslenski boltinn

Helgi Mikael dæmir sinn fyrsta leik í Pepsi-deild karla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Víkingar fá glænýjan Pepsi-dómara í Víkinni í kvöld.
Víkingar fá glænýjan Pepsi-dómara í Víkinni í kvöld. vísir/andri marinó
Helgi Mikael Jónsson dæmir í kvöld sinn fyrsta leik í Pepsi-deild karla, en hann verður með flautuna í leik Víkings R. og ÍA.

Helgi Mikael hefur farið hratt upp metorðalistann hjá dómaranefnd KSÍ, en þessi ungi og efnilegi dómari er fæddur árið 1993.

Honum til aðstoðar verða þau Frosti Viðar Gunnarsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir, en Einar Ingi Jóhannsson er fjórði dómari. Eftirlitsdómari er Þórarinn Dúi Gunnarsson.

Þorvaldur Árnason dæmir stórleikinn í Vesturbænum milli KR og Vals, en Þóroddur Hjaltalín verður flautuleikari í Laugardal þar sem Þróttur Reykjavík og ÍBV mætast.

Leikir dagsins:

17.00 Þróttur R. - ÍBV

19.15 Víkingur R. - ÍA

20.00 KR - Valur


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×