Innlent

Helgafellið fékk á sig brotsjó og missti fjölda gáma í sjóinn

Atli Ísleifsson skrifar
Helgafellið, skip Samskipi, var á leið frá Íslandi til Immingham þegar óhappið varð.
Helgafellið, skip Samskipi, var á leið frá Íslandi til Immingham þegar óhappið varð. Vísir/GVA
Helgafell, skip Samskipa, missti einhverja gáma í sjóinn og nokkrir gámar riðluðust um borð þegar skipið fékk á sig brotsjó suðvestur af Færeyjum um miðjan dag í gær.

Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa, segir að alls hafi verið um tíu gáma að ræða.

„Skipið var á siglingu á leiðinni frá Íslandi til Immingham í Englandi og fékk á sig brotsjó. Við það fóru einhverjir gámar í sjóinn og einhverjir gámar riðluðust um borð. Því var tekin ákvörðun um að skipið færi inn til Færeyja til að losa af því, gámana sem höfðu losnað.“

Pálmar Óli segir ekki ljóst að svo stöddu hvað hafi verið í gámunum sem um ræðir. „En það er náttúrulega eitthvert tjón, það er ljóst. Við munum nú upplýsa þá viðskiptavini sem áttu vörur í þessum gámum og síðan fer það í ferli.“

Í frétt jn.fo um málið segir að Helgafellið hafi komið að höfn í Oyrareingir í Kollafirði á Straumey um áttaleytið í morgun, þar sem losað var af skipinu.

Að neðan má sjá myndir sem færeyski ljósmyndarinn Jens Kristian Vang tók af skipinu í Oyrareingir.

Helgafelli haft óhapp við konteynarum sum eru koppaðir umborð nú hann liggur á kollafyri í dag 21.2.2016

Posted by Jens Kristian Vang on Sunday, 21 February 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×