Helför á Íslandi? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 13. apríl 2012 06:00 Það virðist vera í tísku að líkja umdeildum málum á Íslandi við skelfilegustu myrkraverk mannkynssögunnar. Sumir þeirra sem andmæltu málarekstrinum gegn Geir H. Haarde kölluðu landsdómsmálið „pólitísk sýndarréttarhöld“. Til dæmis bar Þorsteinn Pálsson landsdómsmálið saman við réttarhöldin yfir Búkharín í Sovétríkjunum, en Búkharín var líflátinn eftir að hafa nauðugur játað á sig fjarstæðukenndar sakir. Þá líkti sóknarpresturinn Þórhallur Heimisson tillögum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um bann við trúboði í skólum við sovéska skoðanakúgun. Biskup Íslands tók í sama streng og sagði tilburði yfirvalda í Reykjavík „minna óhugnanlega á Sovétið sáluga“. Vart þarf að taka fram að svona málflutningur er ótrúleg vanvirðing við fórnarlömb alræðisstjórnarinnar í Sovétríkjunum, fólk sem var ofsótt og drepið fyrir skoðanir sínar. Vitleysan virðist engan endi ætla að taka því síðustu daga hefur lágkúran keyrt um þverbak. Það var viðbúið að útgerðarmenn myndu tryllast vegna frumvarpa Steingríms J. Sigfússonar um fiskveiðistjórnunarkerfið. Sú er yfirleitt raunin þegar reynt er að hrófla við kvótakerfinu. En að forkólfar útgerðarinnar skuli nú stíga fram og voga sér að líkja breytingunum á fiskveiðistjórnunarkerfinu við helför nasista, það er hreinlega ógeðslegt. Á vefsíðu Morgunblaðsins þann 26. mars er vitnað í Berg Kristinsson, formann Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum. Þar lýsir hann áhyggjum sínum yfir því að hækkun veiðigjalds breyti landsbyggðinni í „hálfgert gettó“ og vísar sérstaklega til bókarinnar Öreigarnir í Lódz eftir Steve Sem-Sandberg. Sú bók lýsir því hvernig nasistar lokuðu gyðinga inni í gettói, drápu þá og svívirtu. Þann 29. mars birtist grein á vefsíðunni Eyjafréttir.is þar sem Kastljósi var líkt við áróðursmálaráðuneyti Göbbels vegna umfjöllunar þess um Samherja. Að lokum er vert að rifja upp viðtal sem tekið var við Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóra LÍÚ, síðastliðið sumar. Þar líkir hann íslenskum útgerðarmönnum við gyðinga í Þýskalandi nasismans. Þessar samlíkingar hljóta að misbjóða öllu heiðvirðu fólki, hvort sem það er hlynnt breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu eður ei. Það er óskiljanlegt að fullorðnir menn skuli tala með þessum hætti. Íslenskum útgerðarmönnum er vorkunn að eiga svona talsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Það virðist vera í tísku að líkja umdeildum málum á Íslandi við skelfilegustu myrkraverk mannkynssögunnar. Sumir þeirra sem andmæltu málarekstrinum gegn Geir H. Haarde kölluðu landsdómsmálið „pólitísk sýndarréttarhöld“. Til dæmis bar Þorsteinn Pálsson landsdómsmálið saman við réttarhöldin yfir Búkharín í Sovétríkjunum, en Búkharín var líflátinn eftir að hafa nauðugur játað á sig fjarstæðukenndar sakir. Þá líkti sóknarpresturinn Þórhallur Heimisson tillögum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um bann við trúboði í skólum við sovéska skoðanakúgun. Biskup Íslands tók í sama streng og sagði tilburði yfirvalda í Reykjavík „minna óhugnanlega á Sovétið sáluga“. Vart þarf að taka fram að svona málflutningur er ótrúleg vanvirðing við fórnarlömb alræðisstjórnarinnar í Sovétríkjunum, fólk sem var ofsótt og drepið fyrir skoðanir sínar. Vitleysan virðist engan endi ætla að taka því síðustu daga hefur lágkúran keyrt um þverbak. Það var viðbúið að útgerðarmenn myndu tryllast vegna frumvarpa Steingríms J. Sigfússonar um fiskveiðistjórnunarkerfið. Sú er yfirleitt raunin þegar reynt er að hrófla við kvótakerfinu. En að forkólfar útgerðarinnar skuli nú stíga fram og voga sér að líkja breytingunum á fiskveiðistjórnunarkerfinu við helför nasista, það er hreinlega ógeðslegt. Á vefsíðu Morgunblaðsins þann 26. mars er vitnað í Berg Kristinsson, formann Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum. Þar lýsir hann áhyggjum sínum yfir því að hækkun veiðigjalds breyti landsbyggðinni í „hálfgert gettó“ og vísar sérstaklega til bókarinnar Öreigarnir í Lódz eftir Steve Sem-Sandberg. Sú bók lýsir því hvernig nasistar lokuðu gyðinga inni í gettói, drápu þá og svívirtu. Þann 29. mars birtist grein á vefsíðunni Eyjafréttir.is þar sem Kastljósi var líkt við áróðursmálaráðuneyti Göbbels vegna umfjöllunar þess um Samherja. Að lokum er vert að rifja upp viðtal sem tekið var við Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóra LÍÚ, síðastliðið sumar. Þar líkir hann íslenskum útgerðarmönnum við gyðinga í Þýskalandi nasismans. Þessar samlíkingar hljóta að misbjóða öllu heiðvirðu fólki, hvort sem það er hlynnt breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu eður ei. Það er óskiljanlegt að fullorðnir menn skuli tala með þessum hætti. Íslenskum útgerðarmönnum er vorkunn að eiga svona talsmenn.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar