Helför á Íslandi? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 13. apríl 2012 06:00 Það virðist vera í tísku að líkja umdeildum málum á Íslandi við skelfilegustu myrkraverk mannkynssögunnar. Sumir þeirra sem andmæltu málarekstrinum gegn Geir H. Haarde kölluðu landsdómsmálið „pólitísk sýndarréttarhöld“. Til dæmis bar Þorsteinn Pálsson landsdómsmálið saman við réttarhöldin yfir Búkharín í Sovétríkjunum, en Búkharín var líflátinn eftir að hafa nauðugur játað á sig fjarstæðukenndar sakir. Þá líkti sóknarpresturinn Þórhallur Heimisson tillögum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um bann við trúboði í skólum við sovéska skoðanakúgun. Biskup Íslands tók í sama streng og sagði tilburði yfirvalda í Reykjavík „minna óhugnanlega á Sovétið sáluga“. Vart þarf að taka fram að svona málflutningur er ótrúleg vanvirðing við fórnarlömb alræðisstjórnarinnar í Sovétríkjunum, fólk sem var ofsótt og drepið fyrir skoðanir sínar. Vitleysan virðist engan endi ætla að taka því síðustu daga hefur lágkúran keyrt um þverbak. Það var viðbúið að útgerðarmenn myndu tryllast vegna frumvarpa Steingríms J. Sigfússonar um fiskveiðistjórnunarkerfið. Sú er yfirleitt raunin þegar reynt er að hrófla við kvótakerfinu. En að forkólfar útgerðarinnar skuli nú stíga fram og voga sér að líkja breytingunum á fiskveiðistjórnunarkerfinu við helför nasista, það er hreinlega ógeðslegt. Á vefsíðu Morgunblaðsins þann 26. mars er vitnað í Berg Kristinsson, formann Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum. Þar lýsir hann áhyggjum sínum yfir því að hækkun veiðigjalds breyti landsbyggðinni í „hálfgert gettó“ og vísar sérstaklega til bókarinnar Öreigarnir í Lódz eftir Steve Sem-Sandberg. Sú bók lýsir því hvernig nasistar lokuðu gyðinga inni í gettói, drápu þá og svívirtu. Þann 29. mars birtist grein á vefsíðunni Eyjafréttir.is þar sem Kastljósi var líkt við áróðursmálaráðuneyti Göbbels vegna umfjöllunar þess um Samherja. Að lokum er vert að rifja upp viðtal sem tekið var við Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóra LÍÚ, síðastliðið sumar. Þar líkir hann íslenskum útgerðarmönnum við gyðinga í Þýskalandi nasismans. Þessar samlíkingar hljóta að misbjóða öllu heiðvirðu fólki, hvort sem það er hlynnt breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu eður ei. Það er óskiljanlegt að fullorðnir menn skuli tala með þessum hætti. Íslenskum útgerðarmönnum er vorkunn að eiga svona talsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Það virðist vera í tísku að líkja umdeildum málum á Íslandi við skelfilegustu myrkraverk mannkynssögunnar. Sumir þeirra sem andmæltu málarekstrinum gegn Geir H. Haarde kölluðu landsdómsmálið „pólitísk sýndarréttarhöld“. Til dæmis bar Þorsteinn Pálsson landsdómsmálið saman við réttarhöldin yfir Búkharín í Sovétríkjunum, en Búkharín var líflátinn eftir að hafa nauðugur játað á sig fjarstæðukenndar sakir. Þá líkti sóknarpresturinn Þórhallur Heimisson tillögum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um bann við trúboði í skólum við sovéska skoðanakúgun. Biskup Íslands tók í sama streng og sagði tilburði yfirvalda í Reykjavík „minna óhugnanlega á Sovétið sáluga“. Vart þarf að taka fram að svona málflutningur er ótrúleg vanvirðing við fórnarlömb alræðisstjórnarinnar í Sovétríkjunum, fólk sem var ofsótt og drepið fyrir skoðanir sínar. Vitleysan virðist engan endi ætla að taka því síðustu daga hefur lágkúran keyrt um þverbak. Það var viðbúið að útgerðarmenn myndu tryllast vegna frumvarpa Steingríms J. Sigfússonar um fiskveiðistjórnunarkerfið. Sú er yfirleitt raunin þegar reynt er að hrófla við kvótakerfinu. En að forkólfar útgerðarinnar skuli nú stíga fram og voga sér að líkja breytingunum á fiskveiðistjórnunarkerfinu við helför nasista, það er hreinlega ógeðslegt. Á vefsíðu Morgunblaðsins þann 26. mars er vitnað í Berg Kristinsson, formann Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum. Þar lýsir hann áhyggjum sínum yfir því að hækkun veiðigjalds breyti landsbyggðinni í „hálfgert gettó“ og vísar sérstaklega til bókarinnar Öreigarnir í Lódz eftir Steve Sem-Sandberg. Sú bók lýsir því hvernig nasistar lokuðu gyðinga inni í gettói, drápu þá og svívirtu. Þann 29. mars birtist grein á vefsíðunni Eyjafréttir.is þar sem Kastljósi var líkt við áróðursmálaráðuneyti Göbbels vegna umfjöllunar þess um Samherja. Að lokum er vert að rifja upp viðtal sem tekið var við Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóra LÍÚ, síðastliðið sumar. Þar líkir hann íslenskum útgerðarmönnum við gyðinga í Þýskalandi nasismans. Þessar samlíkingar hljóta að misbjóða öllu heiðvirðu fólki, hvort sem það er hlynnt breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu eður ei. Það er óskiljanlegt að fullorðnir menn skuli tala með þessum hætti. Íslenskum útgerðarmönnum er vorkunn að eiga svona talsmenn.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun