Innlent

Heldur því fram að hann hafi ekki vitað að hann væri með HIV

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðmundína Ragnarsdóttir, lögmaður nígeríska hælisleitandans sem grunaður er um að hafa smitað konur vísvitandi af HIV með því að hafa haft við þær óvarin mök, segir að maðurinn haldi því fram að hann hafi ekki vitað að hann væri með veiruna.

Hún vill ekki tjá sig um hversu margar konur eru smitaðar eftir manninn en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að ein kona væri smituð og að á annan tug kvenna væru mögulega smitaðar.

 

Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær en Guðmundína kærði þann úrskurð í dag til Hæstaréttar.

Aðspurð kveðst Guðmundína ekki vita hvar hælisumsókn mannsins er í kerfinu, annað en það að hana eigi að taka fyrir annað hvort í ágúst eða september.


Tengdar fréttir

Gæsluvarðhaldsúrskurður kærður til Hæstaréttar

Guðmundína Ragnarsdóttir, lögmaður mannsins sem grunaður er um að hafa smitað konur vísvitandi af HIV með því að hafa haft við þær óvarin mök, ætlar að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð yfir honum til Hæstaréttar.

Á annan tug kvenna mögulega smitaðar

Karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um að hafa haft óvarin kynmök við íslenskar konur vitandi það að hann væri smitaður af HIV-veirunni. Að minnsta kosti ein kona er smituð. Sóttvarnarlæknir rekur smitleiðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×