Innlent

Heldur rólegra síðasta hálftímann

Boði Logason skrifar
Sveifluháls ofan Krýsuvíkur.
Sveifluháls ofan Krýsuvíkur.
„Þetta er heldur rólegra núna svona síðasta hálftímann," segir Sigþrúður Ármannsdóttir, landfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hún segir að jarðskjálftahrina hafi byrjað á fimmtudagskvöld en síðan þá hafa mörg hundruð skjálftar mælst. Það var svo á miðnætti í gær sem skjálftarnir fóru að aukast og laust fyrir klukkan hálf sex í morgun sem „eitthvað fór að gerast, svo hefur þetta bara haldið áfram," segir hún.

Jarðskjálfti upp á 3,2 á richter varð við Kleifarvatn klukkan 05:46 í morgun og annar álíka skjálfti varð klukkan 05:20. Klukkan 09:06 mældist svo skjálfti upp á 4 á richter á sama svæði, en skjálftarnir eru um fjóra kílómetra norðaustur af Krýsuvík. Rétt fyrir klukkan tíu mældist svo skjálfti upp á 3,3 á richter.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa fundið fyrir skjálftunum í morgun. „Þeir hafa fundist vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið. Það er nokkuð algengt að hrinur séu þarna á svæðinu," segir Sigþrúður.

Yfir 200 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Fylgst er með stöðu mála á Veðurstofu Íslands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×