Innlent

Héldu uppi skothríð á Þingvöllum

Gissur Sigurðsson skrifar
vísir/vilhelm
Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra handtóku fjögur ungmenni seint í gærkvöldi eftir að þau höfðu haldið uppi skothríð á bökkum Þingvallavatns í grennd við menn, sem þar voru við veiðar. Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu um málið og kallaði á sérsveitina eins og gert er ef um skotvopn er að ræða.

Sérsveitarmennirnir stöðvuðu bíl ungmennana, þar sem hann var á leið til Reykjavíkur, og fannst loftriffill og 22 kalebra riffill í bíl þeirra, sem þau höfðu tekið ófrjálsri hendi heima hjá föður eins þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×