Handbolti

Heimför hjá Anders Eggert eftir næsta tímabil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anders Eggert hefur leikið með Flensburg frá árinu 2006.
Anders Eggert hefur leikið með Flensburg frá árinu 2006. vísir/getty
Danski landsliðsmaðurinn Anders Eggert gengur til liðs við Skjern í heimalandinu að næsta tímabili loknu.

Anders Eggert skrifaði undir þriggja ára samning við Skjern en þegar hann rennur út verður hornamaðurinn knái orðinn 38 ára gamall.

Anders Eggert hefur leikið með Flensburg við góðan orðstír í áratug. Hann vann Meistaradeild Evrópu með liðinu 2014 og varð þýskur bikarmeistari ári seinna.

Andres Eggert var lánaður til Skjern tímabilið 2008-09. Hann átti góðu gengi að fagna hjá félaginu og var valinn leikmaður ársins hjá því.

Andres Eggert, sem hefur leikið 159 landsleiki fyrir Danmörku, missti af Ólympíuleikunum í Ríó vegna meiðsla. Hann varð Evrópumeistari með danska landsliðinu 2012.

Skjern endaði í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×