Heilsa batnar oftast í efnahagskreppum 14. júlí 2010 04:00 Dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Fréttablaðið/daníel Efnahagskreppan sem nú geisar á Íslandi í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 kann að verða til góðs fyrir heilsufar þjóðarinnar ef marka má niðurstöður erlendra rannsókna á áhrifum hagsveiflna. Dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor og umsjónarmaður MS-náms í heilsufræðum við Háskóla Íslands, segir rannsóknir sýna nokkuð skýr tengsl milli efnahagslægða og heilsufars. „Þær sýna frekar að heilsa batni í kreppum heldur en að henni hraki. Helsta undantekningin er geðsjúkdómar og því er mikilvægt að hafa augum á þeim og fylgjast með sjálfsvígum. Að öðru leyti er dánartíðni almennt minni í kreppum en þegar hagkerfið er í uppsveiflu," segir Tinna. Ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur, forstöðumanni Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, og Ragnheiði Bjarnadóttur, fæðingarlækni á Landspítala, er Tinna ábyrgðarmaður nýrrar rannsóknar sem efna á til og ber yfirskriftina „Áhrif efnahagshrunsins á Íslandi 2008 á tíðni fyrirbura og léttburafæðinga." „Þetta er hluti af stærra verkefni þar sem við erum nokkur í hóp að kanna ýmis áhrif efnahagshrunsins á heilsu og heilbrigði. Það er til dæmis verið að skoða áhrif á heilsutengda hegðun, eins og hreyfingu og mataræði og áhrif á ýmsa sjúkdóma. Þetta er enn allt á frumstigi og við erum enn að reyna að fjármagna verkefnið," segir Tinna. Orsakir þess að heilsa fólks batnar almennt í kreppum eru ekki fullrannsakaðar. „En það er margt sem fólk getur látið sér detta í hug. Þegar hægist á hagkerfinu verður til dæmis minni mengun. Umferð minnkar og umferðarslysum fækkar. Fólk hefur meiri tíma til að hreyfa sig og hefur minna fjármagn til að stunda ýmiss konar áhættusama hegðun á borð við reykingar og áfengisneyslu," bendir Tinna á. Að sögn Tinnu vonast íslenski rannsóknarhópurinn til að bæta við heildarmyndina í þessum fræðum. „Hver og ein kreppa í hverju landi er ólík en menn geta séð eitthvert mynstur út úr rannsóknum við mismunandi aðstæður," segir hún og bætir við að mikilvægt sé að rannsóknir hér hefjist sem fyrst. „Þá hefðu niðurstöðurnar ekki aðeins fræðilegt gildi á alþjóðlega vísu heldur hefðu líka hagnýtt gildi fyrir íslenska stefnumótun í þessari kreppu." Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Efnahagskreppan sem nú geisar á Íslandi í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 kann að verða til góðs fyrir heilsufar þjóðarinnar ef marka má niðurstöður erlendra rannsókna á áhrifum hagsveiflna. Dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor og umsjónarmaður MS-náms í heilsufræðum við Háskóla Íslands, segir rannsóknir sýna nokkuð skýr tengsl milli efnahagslægða og heilsufars. „Þær sýna frekar að heilsa batni í kreppum heldur en að henni hraki. Helsta undantekningin er geðsjúkdómar og því er mikilvægt að hafa augum á þeim og fylgjast með sjálfsvígum. Að öðru leyti er dánartíðni almennt minni í kreppum en þegar hagkerfið er í uppsveiflu," segir Tinna. Ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur, forstöðumanni Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, og Ragnheiði Bjarnadóttur, fæðingarlækni á Landspítala, er Tinna ábyrgðarmaður nýrrar rannsóknar sem efna á til og ber yfirskriftina „Áhrif efnahagshrunsins á Íslandi 2008 á tíðni fyrirbura og léttburafæðinga." „Þetta er hluti af stærra verkefni þar sem við erum nokkur í hóp að kanna ýmis áhrif efnahagshrunsins á heilsu og heilbrigði. Það er til dæmis verið að skoða áhrif á heilsutengda hegðun, eins og hreyfingu og mataræði og áhrif á ýmsa sjúkdóma. Þetta er enn allt á frumstigi og við erum enn að reyna að fjármagna verkefnið," segir Tinna. Orsakir þess að heilsa fólks batnar almennt í kreppum eru ekki fullrannsakaðar. „En það er margt sem fólk getur látið sér detta í hug. Þegar hægist á hagkerfinu verður til dæmis minni mengun. Umferð minnkar og umferðarslysum fækkar. Fólk hefur meiri tíma til að hreyfa sig og hefur minna fjármagn til að stunda ýmiss konar áhættusama hegðun á borð við reykingar og áfengisneyslu," bendir Tinna á. Að sögn Tinnu vonast íslenski rannsóknarhópurinn til að bæta við heildarmyndina í þessum fræðum. „Hver og ein kreppa í hverju landi er ólík en menn geta séð eitthvert mynstur út úr rannsóknum við mismunandi aðstæður," segir hún og bætir við að mikilvægt sé að rannsóknir hér hefjist sem fyrst. „Þá hefðu niðurstöðurnar ekki aðeins fræðilegt gildi á alþjóðlega vísu heldur hefðu líka hagnýtt gildi fyrir íslenska stefnumótun í þessari kreppu."
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira