Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2015 11:48 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. Fyrirsögn Fréttablaðsins er „Reiðir hjúkrunarfræðingar munu standa við uppsagnir“ og fyrirsögn Morgunblaðsins „Lokun gjörgæslu yfirvofandi“. Heilbrigðisráðherra sagði í Bítinu í morgun að svona fyrirsagnir hafa sést alveg frá árinu 2012 þegar fjöldi hjúkrunarfræðinga og geislafræðinga sagði upp á Landspítalanum auk lækna. „Þetta er búið að liggj á Íslendingum núna í allnokkur ár í kjölfar hrunsins og þetta er uppsafnaður pirringur sem er að brjótast fram með þessum hætti en ennþá gengur samt sem áður heilbrigðisþjónusta við Íslendinga þó hún gangi ekki eins vel og allir vilja.“Landspítalanum verður ekki lokað þó 300 manns láti af störfum Kristján sagðist þó ekki líta svo á að uppsagnir hjúkrunarfræðinga séu innantómar hótanir en bendir á að þrátt fyrir „dómsdagsspár síðustu ára“ sé enn verið að reka heilbrigðiskerfi hér á landi. „Dettur mönnum það til hugar að halda því fram í fullri alvöru að þó svo að á 4-5 þúsund manna vinnustað hætti 200 til 300 manns að vinnustaðnum verði lokað? Nei, það gerist ekki þannig.“ Varðandi það að lokun gjörgæslu sé yfirvofandi er Kristján sammála því að ef til þess komi sé samfélagið brostið. „En hvað er búið að halda þessu lengi fram? Það sem ég er bara að segja er það, umræðan um íslenska heilbrigðiskerfið núna í fimm ár, frá hruni er búin að vera í þessum fyrirsögnum. En enn erum við að reka kerfið. Það er alið á þessu á hverjum einasta degi, það er það sem ég er að segja.“Nóg boðið vegna umræðunnar Það er ekki ofsögum sagt að heilbrigðisráðherra hafi verið mikið niðri fyrir í morgun og aðspurður hvort honum væri nóg boðið sagði hann: „Mér er nóg boðið af þeirri umræðu sem þið eruð að flytja hérna. [...] Mér er heitt í hamsi vegna þess að umræðan er í fyrirsögnunum og hún er búin að vera svona í nokkur ár. Alltaf eru fyrirsagnirnar sóttar í umræðuna með þeim hætti að lokunin sé að verða á morgun.“ Kristján sagðist ekki vera að skjóta sendiboðann með gagnrýni sinni á umfjöllun fjölmiðla um heilbrigðiskerfið. „Eðlilega bregst maður svona við vegna þess að það er búið að halda þessu að Íslendingum og fólk er orðið skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Ég hef hitt og heyrt í fólki sem er í raun búið að missa traust á því að geta leitað til íslenskrar heilbrigðisþjónustu. En ég fullyrði það, á hverjum einasta degi er verið að vinna fullt af afrekum í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Það fer ekkert fyrir þeirri umræðu.“ Hlusta má á viðtalið við heilbrigðisráðherra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00 Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 Katrín og Árni Páll gagnrýna lög á verkföll Þau segja lagasetningu ekki hafa leyst vandann. 16. júlí 2015 07:00 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. Fyrirsögn Fréttablaðsins er „Reiðir hjúkrunarfræðingar munu standa við uppsagnir“ og fyrirsögn Morgunblaðsins „Lokun gjörgæslu yfirvofandi“. Heilbrigðisráðherra sagði í Bítinu í morgun að svona fyrirsagnir hafa sést alveg frá árinu 2012 þegar fjöldi hjúkrunarfræðinga og geislafræðinga sagði upp á Landspítalanum auk lækna. „Þetta er búið að liggj á Íslendingum núna í allnokkur ár í kjölfar hrunsins og þetta er uppsafnaður pirringur sem er að brjótast fram með þessum hætti en ennþá gengur samt sem áður heilbrigðisþjónusta við Íslendinga þó hún gangi ekki eins vel og allir vilja.“Landspítalanum verður ekki lokað þó 300 manns láti af störfum Kristján sagðist þó ekki líta svo á að uppsagnir hjúkrunarfræðinga séu innantómar hótanir en bendir á að þrátt fyrir „dómsdagsspár síðustu ára“ sé enn verið að reka heilbrigðiskerfi hér á landi. „Dettur mönnum það til hugar að halda því fram í fullri alvöru að þó svo að á 4-5 þúsund manna vinnustað hætti 200 til 300 manns að vinnustaðnum verði lokað? Nei, það gerist ekki þannig.“ Varðandi það að lokun gjörgæslu sé yfirvofandi er Kristján sammála því að ef til þess komi sé samfélagið brostið. „En hvað er búið að halda þessu lengi fram? Það sem ég er bara að segja er það, umræðan um íslenska heilbrigðiskerfið núna í fimm ár, frá hruni er búin að vera í þessum fyrirsögnum. En enn erum við að reka kerfið. Það er alið á þessu á hverjum einasta degi, það er það sem ég er að segja.“Nóg boðið vegna umræðunnar Það er ekki ofsögum sagt að heilbrigðisráðherra hafi verið mikið niðri fyrir í morgun og aðspurður hvort honum væri nóg boðið sagði hann: „Mér er nóg boðið af þeirri umræðu sem þið eruð að flytja hérna. [...] Mér er heitt í hamsi vegna þess að umræðan er í fyrirsögnunum og hún er búin að vera svona í nokkur ár. Alltaf eru fyrirsagnirnar sóttar í umræðuna með þeim hætti að lokunin sé að verða á morgun.“ Kristján sagðist ekki vera að skjóta sendiboðann með gagnrýni sinni á umfjöllun fjölmiðla um heilbrigðiskerfið. „Eðlilega bregst maður svona við vegna þess að það er búið að halda þessu að Íslendingum og fólk er orðið skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Ég hef hitt og heyrt í fólki sem er í raun búið að missa traust á því að geta leitað til íslenskrar heilbrigðisþjónustu. En ég fullyrði það, á hverjum einasta degi er verið að vinna fullt af afrekum í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Það fer ekkert fyrir þeirri umræðu.“ Hlusta má á viðtalið við heilbrigðisráðherra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00 Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 Katrín og Árni Páll gagnrýna lög á verkföll Þau segja lagasetningu ekki hafa leyst vandann. 16. júlí 2015 07:00 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00
Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21
Katrín og Árni Páll gagnrýna lög á verkföll Þau segja lagasetningu ekki hafa leyst vandann. 16. júlí 2015 07:00
88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42