Heilbrigðiskerfið var aðlagað að nýjum spítala Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 24. nóvember 2014 09:00 Á sama tíma og landsmenn fengu að sjá fallegar teikningar af nýjum spítala var farið í að undirbúa heilbrigðiskerfið fyrir nýja byggingu. Nýjar nefndir voru skipaðar til að aðlaga heilbrigðisþjónustuna að starfsemi nýs Landspítala, þær skrifuðu skýrslur um að þjónustan úti á landi væri svona og hinsegin – ógnaði öryggi og að þessi þjónusta gæti líka verið veitt á Landspítalanum, „skýrslum“ reiknaðist til að þjónustan á Landspítalanum yrði ódýrari vegna samlegðaráhrifa, samþjöppunar þekkingar, betri nýtingaraðstöðu og nálægðar við Háskólann. Álitsgjafar í hvítum sloppum birtust í fjölmiðlum við öll tækifæri og komu þessum boðskap á framfæri. Markvisst og hljóðlega „aðlöguðu“ ráðamenn heilbrigðiskerfið, sannfærðir um að lengi taki Landspítalinn við: heilbrigðislöggjöf var breytt, smærri stofnanir sameinaðar þeim stærri og þjónusta bætt með því að leggja hana af. Þannig hvarf svo lítið bæri á ódýrasta heilbrigðisþjónustan, úti á landi var skurðstofum lokað, landlæknir fækkaði fæðingarstöðum og farandsérfræðingar hættu ferðum sínum. Á landsbyggðinni mótmæltu íbúar skertu öryggi og ráðherrar tóku við undirskriftum án þess að taka þær til greina – því umræðan þarf að vera á faglegum nótum en ekki á villigötum. Þingmenn tóku síðasta skrefið í aðlögun heilbrigðiskerfisins, þegar þeir samþykktu fjárlög fyrir þetta ár. Þegar fjárlög voru lögð fram varð hávær umfjöllun um 1.200 kr. legudagagjöld á LSH. Í annarri umræðu var fundin lausn með því að strika legudeildir úti á landi út af fjárlögum, LSH fengi upphæðina sem vantaði. Í fjárlögunum sem voru samþykkt fyrir þetta ár var ákveðið að „forgangsraða fjármunum í rekstur Landspítalans“, það var gert með því að strika líka heilsugæsluna úti á landi af fjárlögum. Sjúklingar á teikniborðinu? Með þessari „forgangsröðun fjármuna“ var heilbrigðisþjónustan einfölduð til muna. Á landinu öllu eru nú tvö sjúkrahús: Annað í Reykjavík og hitt á Akureyri. Í hverjum landsfjórðungi eru samtals fimm heilbrigðisstofnanir. Í sumar voru landsbyggðarsjúkrahúsin ásamt heilsugæslunni (sem voru strikuð út af fjárlögum og þar með ekki til) sameinuð með reglugerð og um mánaðamótin hófu nýráðnir forstjórar störf. Sjúkrahúsið, sem samkvæmt skýrslum á að taka við þjónustunni sem búið er að leggja af, er aðeins til á teikniborðinu. Á Landspítalanum eru allar deildir yfirfullar af sjúklingum, sem stjórnendur spítalans líta á sem fráflæðisvanda. Sjúkrahúsin um land allt standa tóm og sjúkraflutningar eru meiri en nokkru sinni fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og landsmenn fengu að sjá fallegar teikningar af nýjum spítala var farið í að undirbúa heilbrigðiskerfið fyrir nýja byggingu. Nýjar nefndir voru skipaðar til að aðlaga heilbrigðisþjónustuna að starfsemi nýs Landspítala, þær skrifuðu skýrslur um að þjónustan úti á landi væri svona og hinsegin – ógnaði öryggi og að þessi þjónusta gæti líka verið veitt á Landspítalanum, „skýrslum“ reiknaðist til að þjónustan á Landspítalanum yrði ódýrari vegna samlegðaráhrifa, samþjöppunar þekkingar, betri nýtingaraðstöðu og nálægðar við Háskólann. Álitsgjafar í hvítum sloppum birtust í fjölmiðlum við öll tækifæri og komu þessum boðskap á framfæri. Markvisst og hljóðlega „aðlöguðu“ ráðamenn heilbrigðiskerfið, sannfærðir um að lengi taki Landspítalinn við: heilbrigðislöggjöf var breytt, smærri stofnanir sameinaðar þeim stærri og þjónusta bætt með því að leggja hana af. Þannig hvarf svo lítið bæri á ódýrasta heilbrigðisþjónustan, úti á landi var skurðstofum lokað, landlæknir fækkaði fæðingarstöðum og farandsérfræðingar hættu ferðum sínum. Á landsbyggðinni mótmæltu íbúar skertu öryggi og ráðherrar tóku við undirskriftum án þess að taka þær til greina – því umræðan þarf að vera á faglegum nótum en ekki á villigötum. Þingmenn tóku síðasta skrefið í aðlögun heilbrigðiskerfisins, þegar þeir samþykktu fjárlög fyrir þetta ár. Þegar fjárlög voru lögð fram varð hávær umfjöllun um 1.200 kr. legudagagjöld á LSH. Í annarri umræðu var fundin lausn með því að strika legudeildir úti á landi út af fjárlögum, LSH fengi upphæðina sem vantaði. Í fjárlögunum sem voru samþykkt fyrir þetta ár var ákveðið að „forgangsraða fjármunum í rekstur Landspítalans“, það var gert með því að strika líka heilsugæsluna úti á landi af fjárlögum. Sjúklingar á teikniborðinu? Með þessari „forgangsröðun fjármuna“ var heilbrigðisþjónustan einfölduð til muna. Á landinu öllu eru nú tvö sjúkrahús: Annað í Reykjavík og hitt á Akureyri. Í hverjum landsfjórðungi eru samtals fimm heilbrigðisstofnanir. Í sumar voru landsbyggðarsjúkrahúsin ásamt heilsugæslunni (sem voru strikuð út af fjárlögum og þar með ekki til) sameinuð með reglugerð og um mánaðamótin hófu nýráðnir forstjórar störf. Sjúkrahúsið, sem samkvæmt skýrslum á að taka við þjónustunni sem búið er að leggja af, er aðeins til á teikniborðinu. Á Landspítalanum eru allar deildir yfirfullar af sjúklingum, sem stjórnendur spítalans líta á sem fráflæðisvanda. Sjúkrahúsin um land allt standa tóm og sjúkraflutningar eru meiri en nokkru sinni fyrr.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar