Heilbrigðiskerfið var aðlagað að nýjum spítala Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 24. nóvember 2014 09:00 Á sama tíma og landsmenn fengu að sjá fallegar teikningar af nýjum spítala var farið í að undirbúa heilbrigðiskerfið fyrir nýja byggingu. Nýjar nefndir voru skipaðar til að aðlaga heilbrigðisþjónustuna að starfsemi nýs Landspítala, þær skrifuðu skýrslur um að þjónustan úti á landi væri svona og hinsegin – ógnaði öryggi og að þessi þjónusta gæti líka verið veitt á Landspítalanum, „skýrslum“ reiknaðist til að þjónustan á Landspítalanum yrði ódýrari vegna samlegðaráhrifa, samþjöppunar þekkingar, betri nýtingaraðstöðu og nálægðar við Háskólann. Álitsgjafar í hvítum sloppum birtust í fjölmiðlum við öll tækifæri og komu þessum boðskap á framfæri. Markvisst og hljóðlega „aðlöguðu“ ráðamenn heilbrigðiskerfið, sannfærðir um að lengi taki Landspítalinn við: heilbrigðislöggjöf var breytt, smærri stofnanir sameinaðar þeim stærri og þjónusta bætt með því að leggja hana af. Þannig hvarf svo lítið bæri á ódýrasta heilbrigðisþjónustan, úti á landi var skurðstofum lokað, landlæknir fækkaði fæðingarstöðum og farandsérfræðingar hættu ferðum sínum. Á landsbyggðinni mótmæltu íbúar skertu öryggi og ráðherrar tóku við undirskriftum án þess að taka þær til greina – því umræðan þarf að vera á faglegum nótum en ekki á villigötum. Þingmenn tóku síðasta skrefið í aðlögun heilbrigðiskerfisins, þegar þeir samþykktu fjárlög fyrir þetta ár. Þegar fjárlög voru lögð fram varð hávær umfjöllun um 1.200 kr. legudagagjöld á LSH. Í annarri umræðu var fundin lausn með því að strika legudeildir úti á landi út af fjárlögum, LSH fengi upphæðina sem vantaði. Í fjárlögunum sem voru samþykkt fyrir þetta ár var ákveðið að „forgangsraða fjármunum í rekstur Landspítalans“, það var gert með því að strika líka heilsugæsluna úti á landi af fjárlögum. Sjúklingar á teikniborðinu? Með þessari „forgangsröðun fjármuna“ var heilbrigðisþjónustan einfölduð til muna. Á landinu öllu eru nú tvö sjúkrahús: Annað í Reykjavík og hitt á Akureyri. Í hverjum landsfjórðungi eru samtals fimm heilbrigðisstofnanir. Í sumar voru landsbyggðarsjúkrahúsin ásamt heilsugæslunni (sem voru strikuð út af fjárlögum og þar með ekki til) sameinuð með reglugerð og um mánaðamótin hófu nýráðnir forstjórar störf. Sjúkrahúsið, sem samkvæmt skýrslum á að taka við þjónustunni sem búið er að leggja af, er aðeins til á teikniborðinu. Á Landspítalanum eru allar deildir yfirfullar af sjúklingum, sem stjórnendur spítalans líta á sem fráflæðisvanda. Sjúkrahúsin um land allt standa tóm og sjúkraflutningar eru meiri en nokkru sinni fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á sama tíma og landsmenn fengu að sjá fallegar teikningar af nýjum spítala var farið í að undirbúa heilbrigðiskerfið fyrir nýja byggingu. Nýjar nefndir voru skipaðar til að aðlaga heilbrigðisþjónustuna að starfsemi nýs Landspítala, þær skrifuðu skýrslur um að þjónustan úti á landi væri svona og hinsegin – ógnaði öryggi og að þessi þjónusta gæti líka verið veitt á Landspítalanum, „skýrslum“ reiknaðist til að þjónustan á Landspítalanum yrði ódýrari vegna samlegðaráhrifa, samþjöppunar þekkingar, betri nýtingaraðstöðu og nálægðar við Háskólann. Álitsgjafar í hvítum sloppum birtust í fjölmiðlum við öll tækifæri og komu þessum boðskap á framfæri. Markvisst og hljóðlega „aðlöguðu“ ráðamenn heilbrigðiskerfið, sannfærðir um að lengi taki Landspítalinn við: heilbrigðislöggjöf var breytt, smærri stofnanir sameinaðar þeim stærri og þjónusta bætt með því að leggja hana af. Þannig hvarf svo lítið bæri á ódýrasta heilbrigðisþjónustan, úti á landi var skurðstofum lokað, landlæknir fækkaði fæðingarstöðum og farandsérfræðingar hættu ferðum sínum. Á landsbyggðinni mótmæltu íbúar skertu öryggi og ráðherrar tóku við undirskriftum án þess að taka þær til greina – því umræðan þarf að vera á faglegum nótum en ekki á villigötum. Þingmenn tóku síðasta skrefið í aðlögun heilbrigðiskerfisins, þegar þeir samþykktu fjárlög fyrir þetta ár. Þegar fjárlög voru lögð fram varð hávær umfjöllun um 1.200 kr. legudagagjöld á LSH. Í annarri umræðu var fundin lausn með því að strika legudeildir úti á landi út af fjárlögum, LSH fengi upphæðina sem vantaði. Í fjárlögunum sem voru samþykkt fyrir þetta ár var ákveðið að „forgangsraða fjármunum í rekstur Landspítalans“, það var gert með því að strika líka heilsugæsluna úti á landi af fjárlögum. Sjúklingar á teikniborðinu? Með þessari „forgangsröðun fjármuna“ var heilbrigðisþjónustan einfölduð til muna. Á landinu öllu eru nú tvö sjúkrahús: Annað í Reykjavík og hitt á Akureyri. Í hverjum landsfjórðungi eru samtals fimm heilbrigðisstofnanir. Í sumar voru landsbyggðarsjúkrahúsin ásamt heilsugæslunni (sem voru strikuð út af fjárlögum og þar með ekki til) sameinuð með reglugerð og um mánaðamótin hófu nýráðnir forstjórar störf. Sjúkrahúsið, sem samkvæmt skýrslum á að taka við þjónustunni sem búið er að leggja af, er aðeins til á teikniborðinu. Á Landspítalanum eru allar deildir yfirfullar af sjúklingum, sem stjórnendur spítalans líta á sem fráflæðisvanda. Sjúkrahúsin um land allt standa tóm og sjúkraflutningar eru meiri en nokkru sinni fyrr.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun