Lífið

HeForShe: Þú gætir rætt við Emma Watson um jafnrétti kynjanna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Emma Watson
Emma Watson vísir/getty
Á konudeginum næstkomandi sunnudag mun UN Women standa fyrir ráðstefnu á vegum HeForShe í London. Þátttakendur ráðstefnunnar munu ræða jafnréttismál við leikkonuna Emma Watson og geta áhugasamir sótt um með því að smella hér.

Yfir hundrað manns verða valdir úr hópi umsækjenda til að ræða við leikkonuna. Þátttakendur verða að vera orðnir átján ára gamlir til að geta tekið þátt og þurfa að skila inn 500 orðum hvers vegna þeir ættu að fá að taka þátt. Umsóknarfrestur rennur út á morgun. 


Tengdar fréttir

Ung kona með heila – GISP!

Emma Watson, stjarnan úr Harry Potter-myndunum, ýtti úr vör átaki UN Women, HeForShe, með ræðu um nauðsyn á jafnræði í umræðu um jafnrétti kynjanna á laugardaginn.

Frægir taka þátt í HeForShe

Tom Hiddleston, Kobe Bryant og Páll Óskar eru á meðal þeirra sem taka þátt í herferð UN Women.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×