Erlent

Hefja neðansjávarleit að EgyptAir flakinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
66 voru um borð í vélinni þegar hún fórst á leið sinni frá París til Kairó í Egyptalandi.
66 voru um borð í vélinni þegar hún fórst á leið sinni frá París til Kairó í Egyptalandi. Vísir/EPA
Leit neðansjávar að flaki farþegaflugvélar EgyptAir sem fórst á Miðjarðarhafi hefst á næstu dögum. Merki frá staðsetningarsendum vélarinnar hefur fundist og franskt leitarskip er á leiðinni á svæðið en skipið lagði úr höfn á Korsíku í gær.

66 voru um borð í vélinni þegar hún fórst á leið sinni frá París til Kairó í Egyptalandi. Brak úr vélinni hefur þegar fundist en sjálfur skrokkurinn og flugritarnir eru hinsvegar ófundnir. Talið er að nú verði hægt að þrengja leitarsvæðið þannig að leitin fari fram á svæði sem er fimm kílómetrar í radíus.


Tengdar fréttir

Myndir birtar af braki úr flugvélinni

Í ljós hefur komið að flugvél EgyptAir var beygt mjög snögglega áður en hún brotlenti í Miðjarðarhafið og að reykur hafi greinst um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×