Innlent

Hefði getað opinberað ást sína fyrr

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jóhanna og Jónína
Jóhanna og Jónína Mynd/Skjáskot
„Ég viðurkenni í allri auðmýkt, hér á minni fyrstu World Pride ráðstefnu, að þegar ég lít til baka átta ég mig á því að við hefðum ekki þurft að bíða svo lengi með að opinbera tilfinningar okkar hvor til annarrar,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir í ræðu sinni á ráðstefnu World Pride í Toronto í síðustu viku.

Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherrann fyrrverandi er viðstödd ráðstefnu samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Ræddi hún samband sitt og maka síns, Jónínu Leósdóttur, og sagði viðhorf Íslendinga hafa verið orðið mjög gott löngu áður en þær hófu sambúð árið 2000.

„Þökk sé átaki hugrakks fólks, gagnkynhneigðra sem samkynhneigðra, fóru hlutirnir að batna á tíunda áratugnum. Hjarta mitt er fullt þakklæti til þess hóps fólks sem var fámennur í fyrstu og ég er þakklát ykkur öllum sem mætt eruð hingað í dag,“ sagði Jóhanna.

„Ég er viss um að mörg ykkar hafa staðið lengi í erfiðri réttindabaráttu.“

Hlusta má á ræðuna í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×