Innlent

Héðinsfjarðargöng fylltust af reyk

Randver Kári Randversson skrifar
Við Héðinsfjarðargöng í kvöld.
Við Héðinsfjarðargöng í kvöld.
Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs Fjallabyggðar var kallað á vettvang eftir að Héðinsfjarðargöng fylltust af reyk fyrr í kvöld. Slökkvilið Siglufjarðar og slökkvilið Ólafsfjarðar var einnig kallað til.

Þegar komið var að lagði mikinn svartan reyk úr göngunum og mikla gúmmílykt. Reykkafarar fóru inn í göngin en fljótlega kom í ljós að þar var enginn eldur. Af ummerkjum að dæma að dæma stafaði reykurinn af því að ökumenn hafi verið að spóla inn í göngunum við útskot Ólafsfjarðarmegin.

 Ekki er vitað hverjir voru þar á ferð en lögreglan í Fjallabyggð hefur máli til skoðunar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×