Hávaði getur haft alvarleg áhrif á málþroska barna Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 9. desember 2012 19:03 Mikill hávaði í leikskólum hér á landi getur haft alvarleg áhrif á málþroska barna segir talmeinafræðingur. Börn heyri ekki rétt og læri því rangar skilgreiningar á orðum. Hávaði hefur mælst svo hár í leikskólum og íþróttasölum hér á landi að samkvæmt vinnuverndarlögum ættu einstaklingar á venjulegum vinnustöðum, að ganga með eyrnahlífar í slíkum hávaða þar sem hann er skaðlegur fyrir heyrn. Talmeinafræðingur óttast að börn í svo miklum hávaða hætti einfaldlega að hlusta og nái þar með ekki að þroska með sér málið. „Þau verða náttúrulega að heyra það sem sagt er og við megum ekki gleyma því að mál er bara hljóð sem er mis viðkvæmt fyrir því að drukkna í hávaða og það er það sem gerist að börn eru ekki að heyra rétt," segir Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, doktor í raddmeinum og talmeinafræðingur. Börn læri gríðarlegan fjölda nýrra orða á leikskólaaldri en skilningur orðanna misfarist í hávaðanum og geti haft áhrif á menntun barnanna í framtíðinni. Valdís segir að til dæmis hafi drengur í grunnskóla verið að læra um innflytjendur, en haldið að orðið innflytjandi þýddi sá sem kemur fyrstur inn í hús. Þá hafi séu sífellt fleiri börnum hópað saman í skólunum sem skapar meiri eril, en Valdís segir að mismunandi stefna til dæmis í hjallastefnuleikskólum samanborið við almenna leikskóla hafi áhrif. „Og það verður að segjast eins og er að hjallastefnuskólunum er það í hag, það er minni hávaði sem mælist og kennurum finnst það líka minni hávaði svo þau hafa náð einhverjum tökum á þessu," segir Valdís Ingibjörg. Hún segir mikilvægt að leikskólar hafi skilyrði til að geta kennt börnum málið og til þess þurfi þau að geta heyrt. „Það er að það séu færri börn í rými og svo sé hugað að bæði húsbúnaði, leiktækjum og borðbúnaði, öllu sem getur skapað þenann hávaða að loka ekki augunum og eyrunum fyrir þeim." Valdís bætir svo við: „Sem talmeinafræðingur þá hef ég áhyggjur af því að þau nái hreinlega ekki að þroska með sér mál og þar með eru þau komin í ákveðna hættu uppá framtíðina að þau nái ekki að nýta sér það sem skólarnir hafi uppá að bjóða." Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Mikill hávaði í leikskólum hér á landi getur haft alvarleg áhrif á málþroska barna segir talmeinafræðingur. Börn heyri ekki rétt og læri því rangar skilgreiningar á orðum. Hávaði hefur mælst svo hár í leikskólum og íþróttasölum hér á landi að samkvæmt vinnuverndarlögum ættu einstaklingar á venjulegum vinnustöðum, að ganga með eyrnahlífar í slíkum hávaða þar sem hann er skaðlegur fyrir heyrn. Talmeinafræðingur óttast að börn í svo miklum hávaða hætti einfaldlega að hlusta og nái þar með ekki að þroska með sér málið. „Þau verða náttúrulega að heyra það sem sagt er og við megum ekki gleyma því að mál er bara hljóð sem er mis viðkvæmt fyrir því að drukkna í hávaða og það er það sem gerist að börn eru ekki að heyra rétt," segir Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, doktor í raddmeinum og talmeinafræðingur. Börn læri gríðarlegan fjölda nýrra orða á leikskólaaldri en skilningur orðanna misfarist í hávaðanum og geti haft áhrif á menntun barnanna í framtíðinni. Valdís segir að til dæmis hafi drengur í grunnskóla verið að læra um innflytjendur, en haldið að orðið innflytjandi þýddi sá sem kemur fyrstur inn í hús. Þá hafi séu sífellt fleiri börnum hópað saman í skólunum sem skapar meiri eril, en Valdís segir að mismunandi stefna til dæmis í hjallastefnuleikskólum samanborið við almenna leikskóla hafi áhrif. „Og það verður að segjast eins og er að hjallastefnuskólunum er það í hag, það er minni hávaði sem mælist og kennurum finnst það líka minni hávaði svo þau hafa náð einhverjum tökum á þessu," segir Valdís Ingibjörg. Hún segir mikilvægt að leikskólar hafi skilyrði til að geta kennt börnum málið og til þess þurfi þau að geta heyrt. „Það er að það séu færri börn í rými og svo sé hugað að bæði húsbúnaði, leiktækjum og borðbúnaði, öllu sem getur skapað þenann hávaða að loka ekki augunum og eyrunum fyrir þeim." Valdís bætir svo við: „Sem talmeinafræðingur þá hef ég áhyggjur af því að þau nái hreinlega ekki að þroska með sér mál og þar með eru þau komin í ákveðna hættu uppá framtíðina að þau nái ekki að nýta sér það sem skólarnir hafi uppá að bjóða."
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira