Handbolti

Haukar lentu á vegg í Frakklandi og eru úr leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Adam Haukur Baumruk í fyrri leik liðanna.
Adam Haukur Baumruk í fyrri leik liðanna. vísir/stefán

Haukarnir lentu á vegg í Frakklandi í síðari leik liðsins gegn Saint Raphael í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta. Haukarnir töpuðu með tólf marka mun, 30-18.

Saint Raphael breyttu stöðunni úr 1-1 í 7-1 og þar gáfu heimamenn strax tóninn. Þeir héldu þessari forystu út allan fyrri hálfleikinn og leiddu 15-6 í leikhlé. Heimamenn skoruðu mikið úr hröðum upphlaupum, en Haukarnir voru í miklum vandræðum sóknarlega.

Í síðari hálfleik var þetta algjört formsatriði fyrir heimamenn. Haukunum gekk þó betur að finna netmöskvana í síðari hálfleik og lokatölur urðu tólf marka sigur Saint Raphael, 30-28 og samanlagt 59-46.

Haukarnir eru því dottnir út úr EHF-bikarnum þetta árið, en þeir sitja á toppi Olís-deildarinnar með tveggja stiga forskot á Val og eiga þar að auki leik til góða.


Tengdar fréttir

Arnór: Haukarnir komu mér ekki á óvart

Arnór Atlason, leikmaður Saint Raphael, var ánægður að fara með sigur, 28-29, frá Ásvöllum eftir hörkuleik við Íslandsmeistara Hauka í 3. umferð EHF-bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×