Gamall bátur á fjörukambi, lamb á hafnarkanti og letilegt flug yfir fjörðinn þar sem við hefur rekið á land undir Reykjaneshyrnu er meðal þess sem gefur að líta á sumardegi á Ströndum.
Þokan læðist með Örkinni Reykjarfjarðarmeginn. Bregði maður sér að bænum Munaðarnesi má sjá miðnætursólina dansa við Drangaskörð.