Hassið horfið eftir hrun Snærós Sindradóttir skrifar 30. júní 2014 00:01 Talsmaður RVK Homegrown segir það engin áhrif hafa á markaðinn þegar stórum verksmiðjum er lokað. Fréttablaðið/Daníel Gríðarlegur samdráttur hefur verið í haldlögðu magni af hassi frá hruni. Á sama tíma hefur lögregla lagt hald á töluvert meira af grasi og kannabisplöntum. Skýringuna er ekki að finna í því að lögreglu gangi verr að finna hassið heldur hefur algjört hrun orðið í neyslu á efninu. Örvar Geir Geirsson, stjórnarmaður í samtökunum RVK Homegrown sem berjast fyrir lögleiðingu kannabisefna, segir að nánast ekkert hass sé lengur á markaðnum. „Öll framleiðsla á kannabis er orðin innlend. Síðan gjaldeyrishöftin komu á þá hefur verið erfitt að koma fjármagni út úr landinu til að flytja efnin inn. Allt fjármagn fór því í hina áttina, til að fjárfesta í búnaði hér innanlands til að koma upp ræktun.“ Hann segir að þróunina hafi upphaflega mátt sjá þegar lampar og annar ræktunarbúnaður fór að hverfa úr gróðurhúsum.Örvar segir jafnframt að töluverður munur sé á neyslu á grasi og hassi. „Þetta hefur verið mjög ánægjuleg þróun þar sem grasið fer betur í fólk en hassið.“ Umræða um lögleiðingu vímuefna hefur breyst á síðastliðnum árum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur meðal annars gefið það út að hann vilji endurskoða refsistefnu í fíkniefnamálum. Örvar segir mikla ánægju ríkja meðal neytenda kannabisefna vegna þessa. „Við erum í skýjunum. Þetta virðist allt vera á hinni jákvæðustu leið.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er verðið á grammi af grasi 3.500 krónur og hefur það staðið í stað um nokkurra ára skeið. Sölumenn kannabisefna bjóða jafnan upp á magnafslátt af efninu. Örvar bendir á að ef tekið sé mið af verðlagsþróun og gengisþróun síðustu ára þá hafi kannabisefni í raun lækkað í verði.Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir skýringar á minnkandi hassneyslu vera takmarkaðri aðgang að gjaldeyri. Hann segir lögreglu þó ekki eiga erfiðara með að finna smyglvarning en heimaræktun. „Þetta er alltaf erfitt við að eiga en ef viljinn er fyrir hendi þá getur fólk annaðhvort flutt inn eða framleitt. Síðan er þetta bara spurning um vinnu, aðferðir og mannskap, hvernig gengur að leggja hald á efnin,“ segir Friðrik Smári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur heimaræktun einstaklinga aukist. Sú framleiðsla er ekki hugsuð til sölu á efninu heldur einvörðungu einkaneyslu. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Gríðarlegur samdráttur hefur verið í haldlögðu magni af hassi frá hruni. Á sama tíma hefur lögregla lagt hald á töluvert meira af grasi og kannabisplöntum. Skýringuna er ekki að finna í því að lögreglu gangi verr að finna hassið heldur hefur algjört hrun orðið í neyslu á efninu. Örvar Geir Geirsson, stjórnarmaður í samtökunum RVK Homegrown sem berjast fyrir lögleiðingu kannabisefna, segir að nánast ekkert hass sé lengur á markaðnum. „Öll framleiðsla á kannabis er orðin innlend. Síðan gjaldeyrishöftin komu á þá hefur verið erfitt að koma fjármagni út úr landinu til að flytja efnin inn. Allt fjármagn fór því í hina áttina, til að fjárfesta í búnaði hér innanlands til að koma upp ræktun.“ Hann segir að þróunina hafi upphaflega mátt sjá þegar lampar og annar ræktunarbúnaður fór að hverfa úr gróðurhúsum.Örvar segir jafnframt að töluverður munur sé á neyslu á grasi og hassi. „Þetta hefur verið mjög ánægjuleg þróun þar sem grasið fer betur í fólk en hassið.“ Umræða um lögleiðingu vímuefna hefur breyst á síðastliðnum árum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur meðal annars gefið það út að hann vilji endurskoða refsistefnu í fíkniefnamálum. Örvar segir mikla ánægju ríkja meðal neytenda kannabisefna vegna þessa. „Við erum í skýjunum. Þetta virðist allt vera á hinni jákvæðustu leið.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er verðið á grammi af grasi 3.500 krónur og hefur það staðið í stað um nokkurra ára skeið. Sölumenn kannabisefna bjóða jafnan upp á magnafslátt af efninu. Örvar bendir á að ef tekið sé mið af verðlagsþróun og gengisþróun síðustu ára þá hafi kannabisefni í raun lækkað í verði.Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir skýringar á minnkandi hassneyslu vera takmarkaðri aðgang að gjaldeyri. Hann segir lögreglu þó ekki eiga erfiðara með að finna smyglvarning en heimaræktun. „Þetta er alltaf erfitt við að eiga en ef viljinn er fyrir hendi þá getur fólk annaðhvort flutt inn eða framleitt. Síðan er þetta bara spurning um vinnu, aðferðir og mannskap, hvernig gengur að leggja hald á efnin,“ segir Friðrik Smári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur heimaræktun einstaklinga aukist. Sú framleiðsla er ekki hugsuð til sölu á efninu heldur einvörðungu einkaneyslu.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira