Harpa metin 12 milljörðum lægri en fasteignamat Þjóðskrár Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. júlí 2014 08:00 Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er talið alveg einstakt og því er ekki hægt að bera það saman við aðrar byggingar. Fréttablaðið/GVA „Matsgerðin er með þeim hætti að hún styður algjörlega málatilbúnað okkar,“ segir Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Matsgerð fyrir markaðsvirði Hörpu var lagt fyrir héraðsdóm Reykjavíkur í máli Hörpu gegn Reykjavíkurborg og Þjóðskrá í vikunni. Þar er húsið metið á tíu milljarða íslenskra króna. Níu mánuðir eru síðan matsmenn voru dómkvaddir og tæplega eitt og hálft ár síðan fyrst var beðið um matsgerðina. Málið snýst eins og kunnugt er um fasteignamat Hörpu en fasteignanefnd Þjóðskrár mat Hörpu á rúmlega 22 milljarða. Eigendur hússins höfðu hins vegar gert ráð fyrir því að það yrði metið á tæpa sjö milljarða.Halldór GuðmundssonEinstakt hús sem flókið er að meta „Það munar 230 milljónum á fasteignagjöldum, hvernig þau eru í reynd og því sem við teljum rétt vera,“ sagði Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, rekstrarfélags Hörpu, við Fréttablaðið í ágúst 2012 þegar málið var fyrst til umræðu. Málið er sérstakt þar sem Harpa er einstakt hús sem á sér enga hliðstæðu. Í matsgerðinni nefna matsmenn þó „nokkrar fasteignir sem eru nýttar með sambærilegum hætti að hluta til og staðsetning sambærileg“. Byggingar á borð við Þjóðleikhúsið, Gamla bíó og Útvarpshúsið voru nefndar í þeim efnum. Litið var til þessara eigna við ákvörðun á verðmæti Hörpu þrátt fyrir að ekki sé hægt að yfirfæra verðmæti þeirra á húsið með beinum hætti. Halldór segir niðurstöðu matsgerðarinnar renna stoðum undir þær fullyrðingar að fasteignamatið hafi verið alltof hátt og ekki í tengslum við markaðsvirði hússins. „Það er engin leið að reka húsið hér með því að borga eina milljón á dag í fasteignaskatt. Með besta vilja er ekki hægt að ná rekstri hússins heim og saman við þær aðstæður.“ Hann telur niðurstöðu matsmanna skynsamlega.Margrét HauksdóttirForsvarsmenn Þjóðskrár geta ekki tjáð sig að svo stöddu Bæði Einar K. Hallvarðsson, lögmaður Þjóðskrár í málinu, og Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, eiga eftir að móta afstöðu sína gagnvart matsgerðinni og gátu því ekki tjáð sig um efni hennar. „Harpa er um 28 þúsund fermetrar að stærð. Byggingarlóðin er alls 6 hektarar (60 þúsund fermetrar). Heildarbyggingarmagn er 100 þúsund fermetrar ofanjarðar og 90 þúsund fermetrar neðanjarðar. Harpa er 43 metrar á hæð frá götu.“ Þannig er Hörpu lýst í matsgerðinni. „Aðkoman að húsinu er sérlega glæsileg meðal annars með brúm yfir tjarnirnar og annað í þeim stíl.“ Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira
„Matsgerðin er með þeim hætti að hún styður algjörlega málatilbúnað okkar,“ segir Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Matsgerð fyrir markaðsvirði Hörpu var lagt fyrir héraðsdóm Reykjavíkur í máli Hörpu gegn Reykjavíkurborg og Þjóðskrá í vikunni. Þar er húsið metið á tíu milljarða íslenskra króna. Níu mánuðir eru síðan matsmenn voru dómkvaddir og tæplega eitt og hálft ár síðan fyrst var beðið um matsgerðina. Málið snýst eins og kunnugt er um fasteignamat Hörpu en fasteignanefnd Þjóðskrár mat Hörpu á rúmlega 22 milljarða. Eigendur hússins höfðu hins vegar gert ráð fyrir því að það yrði metið á tæpa sjö milljarða.Halldór GuðmundssonEinstakt hús sem flókið er að meta „Það munar 230 milljónum á fasteignagjöldum, hvernig þau eru í reynd og því sem við teljum rétt vera,“ sagði Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, rekstrarfélags Hörpu, við Fréttablaðið í ágúst 2012 þegar málið var fyrst til umræðu. Málið er sérstakt þar sem Harpa er einstakt hús sem á sér enga hliðstæðu. Í matsgerðinni nefna matsmenn þó „nokkrar fasteignir sem eru nýttar með sambærilegum hætti að hluta til og staðsetning sambærileg“. Byggingar á borð við Þjóðleikhúsið, Gamla bíó og Útvarpshúsið voru nefndar í þeim efnum. Litið var til þessara eigna við ákvörðun á verðmæti Hörpu þrátt fyrir að ekki sé hægt að yfirfæra verðmæti þeirra á húsið með beinum hætti. Halldór segir niðurstöðu matsgerðarinnar renna stoðum undir þær fullyrðingar að fasteignamatið hafi verið alltof hátt og ekki í tengslum við markaðsvirði hússins. „Það er engin leið að reka húsið hér með því að borga eina milljón á dag í fasteignaskatt. Með besta vilja er ekki hægt að ná rekstri hússins heim og saman við þær aðstæður.“ Hann telur niðurstöðu matsmanna skynsamlega.Margrét HauksdóttirForsvarsmenn Þjóðskrár geta ekki tjáð sig að svo stöddu Bæði Einar K. Hallvarðsson, lögmaður Þjóðskrár í málinu, og Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, eiga eftir að móta afstöðu sína gagnvart matsgerðinni og gátu því ekki tjáð sig um efni hennar. „Harpa er um 28 þúsund fermetrar að stærð. Byggingarlóðin er alls 6 hektarar (60 þúsund fermetrar). Heildarbyggingarmagn er 100 þúsund fermetrar ofanjarðar og 90 þúsund fermetrar neðanjarðar. Harpa er 43 metrar á hæð frá götu.“ Þannig er Hörpu lýst í matsgerðinni. „Aðkoman að húsinu er sérlega glæsileg meðal annars með brúm yfir tjarnirnar og annað í þeim stíl.“
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira