Harðsvíruð ófrægingarmýta Ingvar Gíslason skrifar 11. júní 2014 07:00 Fjaðrafokið sem þyrlast hefur upp kringum Framsóknarflokkinn hefur að formi til tvær hliðar. Önnur snertir innanflokksmál, hin hliðin snýr að umfjöllun í fjölmiðlum. Þar ber reyndar hæst greinahöfunda á vegum Fréttablaðsins. Ef lýsa ætti í fáum orðum þeirri hlið, sem að innanflokksmálum snýr, einkennist hún af veikburða forystu, ráðaleysi og klúðri. Fárra orða lýsing á skrifum tiltekinna greinarhöfunda um stefnu og störf Framsóknarflokksins rúmast í einu orði: ritsóðaskapur. Á hvora hliðina sem maður lítur, kemur í ljós það versta sem finnst í íslenskri pólitík og umræðuháttum: agaleysi í orði og gerðum. Agaleysið er augljóst í stjórnarháttum framsóknarforystunnar í Reykjavík og agaleysi í orði, rakalausar ásakanir og ályktunarlygi einkenna skrif þeirra sem nú gera hróp að Framsóknarflokknum, gera honum upp skoðanir, viðhorf og stefnu, m.a. ýjað að samlíkingu við rasistasamtök í Evrópulöndum. Þótt Eiríki Bergmann Einarssyni sé til alls trúandi í anda Guðmundar Hálfdanarsonar, koma mér skrif Guðmundar Andra Thorssonar og Ólafs Stephensen í þá átt mjög á óvart. Veikburða forysta Framsóknarflokksins er okkur gömlu framsóknarfólki hin mesta ömun. Við munum tímana tvenna. Þetta stórtæka framboðsklúður, sem forysta flokksins hefur gert sig bera að frá upphafi til enda, á sér enga hliðstæðu í næstum 100 ára sögu Framsóknarflokksins. Og þegar eftirleikur klúðursins er sá sem raun ber vitni, að ályktunarlygurum er lagt upp í hendurnar að skálda upp og útbreiða ófrægingarmýtu um flokkinn, þá er tímabært að flokksforystan taki við sér. Í fyrstu lotu framboðsklúðursins sagði Óskar Bergsson af sér sem fyrsti maður á framboðslista flokksins í Reykjavík – reyndar að óþörfu. Er þá ekki tímabært að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sýni kjark og segi af sér sem borgarfulltrúi, enda augljós tengsl milli orða hennar og óhróðursskrifa um Framsóknarflokkinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjaðrafokið sem þyrlast hefur upp kringum Framsóknarflokkinn hefur að formi til tvær hliðar. Önnur snertir innanflokksmál, hin hliðin snýr að umfjöllun í fjölmiðlum. Þar ber reyndar hæst greinahöfunda á vegum Fréttablaðsins. Ef lýsa ætti í fáum orðum þeirri hlið, sem að innanflokksmálum snýr, einkennist hún af veikburða forystu, ráðaleysi og klúðri. Fárra orða lýsing á skrifum tiltekinna greinarhöfunda um stefnu og störf Framsóknarflokksins rúmast í einu orði: ritsóðaskapur. Á hvora hliðina sem maður lítur, kemur í ljós það versta sem finnst í íslenskri pólitík og umræðuháttum: agaleysi í orði og gerðum. Agaleysið er augljóst í stjórnarháttum framsóknarforystunnar í Reykjavík og agaleysi í orði, rakalausar ásakanir og ályktunarlygi einkenna skrif þeirra sem nú gera hróp að Framsóknarflokknum, gera honum upp skoðanir, viðhorf og stefnu, m.a. ýjað að samlíkingu við rasistasamtök í Evrópulöndum. Þótt Eiríki Bergmann Einarssyni sé til alls trúandi í anda Guðmundar Hálfdanarsonar, koma mér skrif Guðmundar Andra Thorssonar og Ólafs Stephensen í þá átt mjög á óvart. Veikburða forysta Framsóknarflokksins er okkur gömlu framsóknarfólki hin mesta ömun. Við munum tímana tvenna. Þetta stórtæka framboðsklúður, sem forysta flokksins hefur gert sig bera að frá upphafi til enda, á sér enga hliðstæðu í næstum 100 ára sögu Framsóknarflokksins. Og þegar eftirleikur klúðursins er sá sem raun ber vitni, að ályktunarlygurum er lagt upp í hendurnar að skálda upp og útbreiða ófrægingarmýtu um flokkinn, þá er tímabært að flokksforystan taki við sér. Í fyrstu lotu framboðsklúðursins sagði Óskar Bergsson af sér sem fyrsti maður á framboðslista flokksins í Reykjavík – reyndar að óþörfu. Er þá ekki tímabært að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sýni kjark og segi af sér sem borgarfulltrúi, enda augljós tengsl milli orða hennar og óhróðursskrifa um Framsóknarflokkinn?
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun