Golf

Haraldur Franklín efstur íslenskra keppenda í Slóvakíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haraldur slær á mótinu.
Haraldur slær á mótinu. vísir/gsimyndir.net
Haraldur Franklín Magnús, golfari úr GR, náði bestum árangri íslenskra keppenda á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem lauk um helgina í Slóvakíu. Sex íslenskir keppendur voru við leik í Slóvakíu.

Haraldur Franklín endaði í 30. sæti á ellefu höggum undir pari samtals á hringjunum fjórum (64-71-70-72). Haraldur komst ásamt Guðmundi Ágústi Kristjánssyni, félaga úr GR, í gegnum niðurskurðinn, en Guðmundur endaði í 47.sæti á átta höggum undir pari samtals (67-64-74-74).

Fjórir aðrir keppendur voru við leik á mótinu, en það voru þeir Axel Bóasson (GK) (68-75-72), Gísli Sveinbergsson (GK) (75-71-70), Andri Þór Björnsson (GR) (79-73-71) og Bjarki Pétursson (GB) (77-79-74). Þeir komust ekki í gegnum nuðurskurðinn eftir þriðja keppnisdaginn.

Stefano Mazello frá Ítalíu sigraði mótið, en hann lék á nítján höggum undir pari samtals. Hann fær þáttökurétt á Opna breska meistaramótinu á næsta ári, en hann lék á einu högig betur en Gary Hurley frá Írlandi.

Keppnisfyrirkomulagið á mótinu er þannig að 60 efstu keppendurnir fara áfram eftir þriðja hringinn, en alls eru keppendurnir 144 sem komast inn á mótið.


Tengdar fréttir

Sex með á EM einstaklinga og hafa aldrei verið fleiri

Sex íslenskir áhugakylfingar hefja leik á morgun, miðvikudag, á Evrópumeistaramóti einstaklinga í golfi sem fram fer í Slóvakíu en þetta er metfjöldi íslenskra kylfinga á slíku móti.

Haraldur og Guðmundur komust í gegnum niðurskurðinn í Slóvakíu

Guðmundur Ágúst lék á tveimur höggum yfir pari og missti af forystukylfingunum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi en Haraldur Franklín lék á tveimur höggum undir pari. Þeir komust þó í gegnum niðurskurðinn en fjórir íslenskir kylfingar luku leik í dag.

Þurfa að halda einbeitingunni

Landsliðsþjálfarinn í golfi var ánægður með spilamennsku Haralds, Axels og Guðmundar á fyrsta degi Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×