Lífið

Hanna Rún: Þetta var algjör martröð

Dansarinn Hanna Rún Óladóttir, 22 ára, sem fékk hvorki meira né minna en fimmtíu rósir frá kærastanum sínum á konudaginn hefur ekki átt sjö dagana sæla en hún fékk slæma húðsýkingu á dögunum og hræðilegar kvalir í kjölfarið. Við heyrðum í Hönnu Rún og spurðum hana um þessa erfiðu reynslu en hún var loksins lögð inn á sjúkrahús eftir að í ljós kom að sýklalyf virkuðu ekki sem skyldi.

Fékk slæma húðsýkingu

"Ég fékk rosalega slæma húðsýkingu sem byrjar víst í nefinu og breiðist svo um líkamann. Þetta var orðið mjög alvarlegt hjá mér og ég fór sex spítalaferðir þar sem ég þurfti að fá sýklalyf í æð. Þegar ekkert var farið að lagast þá komust læknarnir að því að veiran sem ég var með var ónæm fyrir sýlalyfinu svo allt sem ég var búin að fara í gegnum var til einskis," segir Hanna Rún og heldur áfram:

"Ég fékk hita, var með beinverki, hausverk, húðin öll brennandi heit og á nokkrum stöðum á líkamanum var eins og kertalogi væri alveg við húðina á mér alveg sama hversu mikill klaki var settur á kólnaði húðin ekkert. Það var ekki fyrr en einn morguninn sem ég þurfti að fara uppá sjúkrahús því ég kvaldist svo mikið um nóttina - búin að halda vöku fyrir öllum."

Hanna Rún og kærastinn hennar Nikita sigruðu eftirminnilega á Íslandsmeistaramótinu í suður amerískum dönsum í Laugardalshöllinn í janúar. Þau byrjuðu saman á dögunum.
Miklar kvalir



"Kvalirnar voru svo miklar sem læknarnir sáu virkilega hvað þetta var alvarlegt því húðin mín hafði sprungið af þrýstingi. Ég græt vanalega aldrei en ég verð að viðurkenna það að tárin fengu sko að leka þarna. Þeir þurftu að klippa húðina og bora skærum inn í gat á húðinni en það var ekki hægt að deifa mig því þetta var komið svo djúpt og þrýstingurinn orðinn svo mikill. Þetta var algjör martröð."

Hanna Rún Óladóttir, 22 ára, er margverðlaunaður dansari. Hún starfar sem fyrirsæta samhliða dansinum.
Má ekki dansa strax

Hvernig líður þér í dag? "Ég er núna komin á rétt lyf og er öll að koma til. Læknirinn vildi samt meina að ég þyrfti að bíða í tíu daga með að fara eitthvað að dansa ef allt gengur vel til að leyfa götunum að gróa. Þeir segja að íþróttafólk sem ferðast mikið sé í meiri áhættuhóp en aðrið því við svitnum svo mikið á æfingum og þar af leiðandi er húðin svo opin og viðkvæm. Sýkingin náði að brjótast út á sex stöðum á líkamanum mínum," segir hún reynslunni ríkari.


Tengdar fréttir

Rússinn gaf Hönnu Rún 50 rósir

Dansarinn Hanna Rún Óladóttir, 22 ára, fékk hvorki meira né minna en fimmtíu rósir í dag, konudaginn, frá rússneska kærastanum sínum og dansfélaga, dansaranum, Nikita Bazev, 25 ára. Meðfylgjandi mynd birti hún á Facebooksíðunni sinni í dag himinlifandi yfir blómunum.

Hanna Rún dansari komin á fast

Hanna Rún og Nikita sem gerðu sér lítið fyrir og sigruðu á Íslandsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum í Laugardalshöllinn í janúar eru byrjuð saman. Hanna staðfesti orðróminn þegar Lífið hafði samband við hana með svarinu:" Já við erum par."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×