Innlent

Hangikjötið vinsælast á jóladag - hamborgarhryggur á aðfangadag

Tæp 73% Íslendinga ætla að borða hangikjöt á jóladag og tæp 53% borða hamborgarhrygg á aðfangadag. Þetta leiðir ný könnun markaðsrannsóknafyrirtækisins MMR í ljós en fyrirtækið kannaði hvað Íslendingar ætluðu að borða sem aðalrétt jólin 2010.

„Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 52,9% líklegast hafa hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld, 9,8% töldu líklegast að þeir myndu borða rjúpu og 8,3% ætluðu að borða kalkún á aðfangadag," segir í tilkynningu. „Á jóladag sögðust 72,7% landsmanna líklegast myndu borða hangikjöt og 8% hamborgarhrygg," segir einnig.

Það virðist því vera sem aðeins meiri breytileiki ríki á jólaborðunum á aðfangadag en á jóladag.

Áhugavert er að skoða niðurstöðurnar fyrir Ísland í samanburði við sambærilega könnun YouGov í Bretlandi dagana sem gerð var á dögunum. „Þar á bæ virðast breskar matarhefðir hafa vikið nær alfarið fyrir bandarískum áhrifum því 56% Breta segjast ætla að hafa kalkún í matinn á jóladag í ár. Kalkúnninn bandaríski kemur því í staðinn fyrir hina hefðbundnu jólagæs sem Bretar neyttu áður fyrr á jólum en 2% bresku þjóðarinnar sögðust ætla að borða gæs á jóladag í ár."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×