Handbolti

Hálfs árs bann fyrir mótmæli Pólverja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar
Vísir/AFP
Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, tilkynnti í gær að Rafal Markowski, starfsmaður í þjálfara liði pólska landsliðsins, hafi verið dæmdur í hálfs árs bann.

Markowski þótti sýna ofsafengna og óíþróttamannslega hegðun gagnvart starfsmönnum á ritaraborði leiksins en Pólverjar voru afar ósáttir við störf dómarans í umræddum leik.

Sjá einnig: Búið að ákveða úrslitin fyrir leik

Pólland var þá nýbúið að tapa fyrir Katar í undanúrslitum HM í handbolta, sem fer fram í síðarnefnda landinu. Heimamenn mæta Frökkum í úrslitaleiknum í dag.

Leikmenn Póllands hópuðust einnig að dómurunum eftir leikinn og klöppuðu hæðnislega fyrir þeim. Þeim var þó ekki refsað fyrir það.

Handknattleikssamband Póllands var hins vegar sektað af IHF vegna málsins.


Tengdar fréttir

Strlek: Vonandi spilum við betur á næsta móti

Hornamaðurinn, Manuel Strlek, lék aðeins síðustu mínúturnar þegar Króatar töpuðu fyrir Dönum í Lusail í kvöld. Hann skoraði þrjú mörk, þar af tvö síðustu mörk Króata.

Strobel: Landslið Katars eins og félagslið

Þýski landsliðsmaðurinn Martin Strobel segir að lið Katars sé með sterkan leikmannahóp og hafi spilað betur með hverjum leiknum á HM í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×