Hagsmunahópar fjármagna Evrópusambandsbaráttuna 4. október 2010 04:00 Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Já og nei samtökin íslensku, gagnvart ESB-aðild landsins, fjármagna sig að mestu leyti með framlögum hagsmunahópa í atvinnulífinu. Mestu fjárframlögin til Heimssýnar, sem berst gegn inngöngu, koma úr sjávarútvegi og landbúnaði. Sterkara Ísland, sem berst fyrir inngöngu að gefnum góðum aðildarsamningi, fær mest frá iðnfyrirtækjum, þjónustu- og útflutningsgreinum. Heimssýn hefur ríflega þrefalt fleiri félaga á bak við sig. Þetta er byggt á upplýsingum frá fulltrúum samtakanna, þeim Páli Vilhjálmssyni fyrir Heimssýn og Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur fyrir Sterkara Ísland. „Þetta eru ekki miklir peningar. Veltan 2009, sem var stökk upp á við frá fyrra ári, var sex til átta milljónir, minnir mig. Ég myndi giska á að frá atvinnufyrirtækjum kæmi um sextíu til sjötíu prósent og afgangurinn framlög einstaklinga,“ segir Páll Vilhjálmsson. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir segir að velta Sterkara Íslands (SÍ) liggi ekki alveg fyrir, þar sem starfsemi félagsins hafi ekki verið gerð upp enn þá. En síðan SÍ var stofnað í október 2009 hafi það eytt um 4,9 milljónum: „Af þeim kostnaði hafa íslenskir lögaðilar greitt um níutíu prósent en einstaklingar um tíu prósent. Félagið er skuldlaust.“ Bryndís Ísfold tekur fram að félagið hafi ekki fengið neina fjárstyrki frá Evrópusambandinu sjálfu, eins og andstæðingar aðildar hafi haldið fram. Páll segir að félagar í Heimssýn, sem hefur starfað frá 2002, séu í kringum 3.500 talsins en Bryndís Ísfold að félögum SÍ hafi fjölgað úr um 400 og í ríflega þúsund síðan í sumar sem leið. Þess skal getið að samtökin Sterkara Ísland eru eins konar regnhlífarsamtök og innan þeirra eru önnur og eldri félög, hlynnt aðild að ESB. Í blaðinu hefur áður komið fram að báðar hreyfingarnar njóta ýmiss konar stuðnings frá evrópskum systursamtökum, sér í lagi norskum. klemens@frettabladid.is Páll Vilhjálmsson Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Já og nei samtökin íslensku, gagnvart ESB-aðild landsins, fjármagna sig að mestu leyti með framlögum hagsmunahópa í atvinnulífinu. Mestu fjárframlögin til Heimssýnar, sem berst gegn inngöngu, koma úr sjávarútvegi og landbúnaði. Sterkara Ísland, sem berst fyrir inngöngu að gefnum góðum aðildarsamningi, fær mest frá iðnfyrirtækjum, þjónustu- og útflutningsgreinum. Heimssýn hefur ríflega þrefalt fleiri félaga á bak við sig. Þetta er byggt á upplýsingum frá fulltrúum samtakanna, þeim Páli Vilhjálmssyni fyrir Heimssýn og Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur fyrir Sterkara Ísland. „Þetta eru ekki miklir peningar. Veltan 2009, sem var stökk upp á við frá fyrra ári, var sex til átta milljónir, minnir mig. Ég myndi giska á að frá atvinnufyrirtækjum kæmi um sextíu til sjötíu prósent og afgangurinn framlög einstaklinga,“ segir Páll Vilhjálmsson. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir segir að velta Sterkara Íslands (SÍ) liggi ekki alveg fyrir, þar sem starfsemi félagsins hafi ekki verið gerð upp enn þá. En síðan SÍ var stofnað í október 2009 hafi það eytt um 4,9 milljónum: „Af þeim kostnaði hafa íslenskir lögaðilar greitt um níutíu prósent en einstaklingar um tíu prósent. Félagið er skuldlaust.“ Bryndís Ísfold tekur fram að félagið hafi ekki fengið neina fjárstyrki frá Evrópusambandinu sjálfu, eins og andstæðingar aðildar hafi haldið fram. Páll segir að félagar í Heimssýn, sem hefur starfað frá 2002, séu í kringum 3.500 talsins en Bryndís Ísfold að félögum SÍ hafi fjölgað úr um 400 og í ríflega þúsund síðan í sumar sem leið. Þess skal getið að samtökin Sterkara Ísland eru eins konar regnhlífarsamtök og innan þeirra eru önnur og eldri félög, hlynnt aðild að ESB. Í blaðinu hefur áður komið fram að báðar hreyfingarnar njóta ýmiss konar stuðnings frá evrópskum systursamtökum, sér í lagi norskum. klemens@frettabladid.is Páll Vilhjálmsson
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira