Viðskipti innlent

Hagnaður HS Orku nær tvöfaldast milli ára

HS Orka skilaði rúmlega 2,2 milljarða kr. hagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins. Til samanburðar nam hagnaður félagsins tæpum 1,2 milljarði kr. á sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn hefur því tæplega tvöfaldast milli ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu um uppgjörið til Kauphallarinnar. Þar kemur fram að eignir félagsins námu tæplega 44 milljörðum kr. í lok ársfjórðungsins. Þar af var eigið fé rúmlega 19,5 milljarðar kr. og eiginfjárhlutfallið því 44,5%. Um síðustu áramót var hlutfallið 41,6%.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×