Viðskipti innlent

Hagnaður Fjörukrárinnar tuttugufaldast

ingvar haraldsson skrifar
Jóhannes Viðar Bjarnason er eigandi Fjörukrárinnar.
Jóhannes Viðar Bjarnason er eigandi Fjörukrárinnar. vísir/arnþór
Fjörukrárin ehf. hagnaðist um 32,6 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 1,6 milljónir árið 2013. Hagnaður félagsins ríflega tuttugufaldaðist því milli ára.

Munaði mest um höfuðstólslækkun gengistryggðra lána sem nam 27,4 milljónum króna árið 2014 en 2,3 milljónum króna árið 2013.

Tekjur félagsins voru 249 milljónir árið 2013 en hækkuðu í  289 milljónir árið 2014 og jukust því um 40 milljónir króna milli ára. Rekstarkostnaður var 265 milljónir króna sem var aukning um 25 milljónir milli ára.

Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 24,7 milljónum samanborið við 10 milljónir króna árið 2013.

Eignir Fjörukrárinnar nema 198 milljónum króna, skuldir 152 milljónum og eigið fé 46 milljónum króna. Jóhannes Viðar Bjarnason á allt hlutafé í Fjörukránni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×