Hagnaður Eikar jókst um 110 milljónir Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. apríl 2015 07:00 Garðar Hannes Friðjónsson Hagnaður fasteignafélagsins Eikar á síðasta ári nam 1.336 milljónum króna. Það er um 110 milljónum meiri hagnaður en árið áður. Rekstrartekjurnar næstum tvöfölduðust, fóru úr 2.029 milljónum króna í 3.961 milljón króna. Ástæðan er sú að Eik sameinaðist Landfestum og keypti einnig EF1. Eignasafn Landfesta ehf. er alls um 98 þúsund fermetrar og samanstendur af 35 eignum. Eignasafn EF1 hf. er alls um 60 þúsund fermetrar og meðal eigna félagsins eru Smáratorg 1 og Turninn að Smáratorgi 3 í Kópavogi, auk verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs og fasteigna við Dalsbraut 1 á Akureyri. Við þessi viðskipti með EF1 og Landfestar fóru eignir Eikar úr 24,6 milljörðum króna í 62,3 milljarða króna. Skuldirnar þrefölduðust einnig, fóru úr 16,3 milljörðum í 46,7 milljarða. Í ársreikningi Eikar kemur fram að stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 580 milljóna króna arður til hluthafa á árinu 2015 en ekki var greiddur arður á síðasta ári. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri félagsins, sagði í samtali við Markaðinn á dögunum að nú væri lögð áhersla á arðsemi og þjónustu við hluthafa, fremur en frekari stækkun. „Stjórn hefur sett sér arðgreiðslustefnu um að greiða árlega út arð sem nemur 35% af handbæru fé frá rekstri,“ sagði Garðar. Eins og fram hefur komið er stefnt að hlutafjárútboði Eikar nú í apríl og að í framhaldinu verði félagið skráð í Kauphöll. Tveir stærstu núverandi eigendur í félaginu eru Arion banki með liðlega 14 prósenta hlut og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 10,5 prósenta hlut. Í útboðinu mun Arion selja hlut sinn. Mest lesið Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Sjá meira
Hagnaður fasteignafélagsins Eikar á síðasta ári nam 1.336 milljónum króna. Það er um 110 milljónum meiri hagnaður en árið áður. Rekstrartekjurnar næstum tvöfölduðust, fóru úr 2.029 milljónum króna í 3.961 milljón króna. Ástæðan er sú að Eik sameinaðist Landfestum og keypti einnig EF1. Eignasafn Landfesta ehf. er alls um 98 þúsund fermetrar og samanstendur af 35 eignum. Eignasafn EF1 hf. er alls um 60 þúsund fermetrar og meðal eigna félagsins eru Smáratorg 1 og Turninn að Smáratorgi 3 í Kópavogi, auk verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs og fasteigna við Dalsbraut 1 á Akureyri. Við þessi viðskipti með EF1 og Landfestar fóru eignir Eikar úr 24,6 milljörðum króna í 62,3 milljarða króna. Skuldirnar þrefölduðust einnig, fóru úr 16,3 milljörðum í 46,7 milljarða. Í ársreikningi Eikar kemur fram að stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 580 milljóna króna arður til hluthafa á árinu 2015 en ekki var greiddur arður á síðasta ári. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri félagsins, sagði í samtali við Markaðinn á dögunum að nú væri lögð áhersla á arðsemi og þjónustu við hluthafa, fremur en frekari stækkun. „Stjórn hefur sett sér arðgreiðslustefnu um að greiða árlega út arð sem nemur 35% af handbæru fé frá rekstri,“ sagði Garðar. Eins og fram hefur komið er stefnt að hlutafjárútboði Eikar nú í apríl og að í framhaldinu verði félagið skráð í Kauphöll. Tveir stærstu núverandi eigendur í félaginu eru Arion banki með liðlega 14 prósenta hlut og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 10,5 prósenta hlut. Í útboðinu mun Arion selja hlut sinn.
Mest lesið Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Sjá meira