Hagnaður álveranna þriggja dróst saman um 90 prósent Haraldur Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Íslensku álverin högnuðust um samtals 6,48 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 798 milljóna króna, á síðasta ári. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna dróst þá saman um 90 prósent frá árinu 2012 þegar afkoman var jákvæð um 64,5 milljónir dala. Hagnaður Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam 10,7 milljónum dala, samkvæmt ársreikningi sem fyrirtækið skilaði til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra í síðustu viku. Rekstur álversins, sem er í eigu bandaríska álrisans Alcoa, skilaði hins vegar 33,3 milljóna dala hagnaði árið 2012. Sölutekjur fyrirtækisins minnkuðu um 8,6 milljónir dala árið 2013 miðað við árið á undan. Rekstrarkostnaður jókst að auki um rúmar þrjár milljónir dala.Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir afkomu fyrirtækisins háða markaðsverði á áli og bendir á þá staðreynd að álverð lækkaði talsvert á árunum 2012 og 2013. „Álverð hefur nú hækkað og það hefur áhrif á tekjur félagsins. Vonir okkar standa til þess að þessi hækkun á markaðsverði á áli sé komin til að vera og það eru aðrar markaðsforsendur eins og lækkun á álbirgðum í heiminum sem styðja við þetta,“ segir Magnús. Hann vill ekki svara því hvort fyrirtækið geri ráð fyrir að afkoman batni á þessu ári og segir fyrirtækið almennt ekki tjá sig um niðurstöður ársreikninga. Rekstur Norðuráls á Grundartanga skilaði 27,6 milljóna dala hagnaði árið 2013, jafnvirði 3,4 milljarða króna, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Árið 2012 var álverið rekið með jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. Einnig hefur komið fram að álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík var rekið með 31,8 milljóna dala, um 3,9 milljarða króna, tapi á síðasta ári. Tap félagsins fyrir skatta nam 41,3 milljónum dala. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda (Samáls), segir jákvæðar horfur í áliðnaði en tekur fram að hann geti ekki spáð um afkomu einstakra fyrirtækja. „Það blasir við að afkoman í heild ræðst af álverði og það sveiflast og ef við lítum til ársins 2012 var meðalálverð hjá LME (London Metal Exchange) 2.018 dollarar á tonn og það fór síðan niður í 1.845 dollara árið 2013 og það hefur auðvitað áhrif,“ segir Pétur. „Ef við horfum á meðalverð þessa árs þá er það 1.847 dollarar. Það ræðst af því að verðið sveiflaðist niður í upphafi ársins en það hefur styrkst mjög á seinni hluta ársins og er núna í 2.050 dollurum. Maður leyfir sér því að vona að það sé bjart fram undan í þeim efnum enda skín það í gegn í fréttum viðskiptablaða og greiningardeilda að það er mikil umframeftirspurn í Evrópu og Bandaríkjunum og það dregur úr birgðum.“ Tengdar fréttir Hagnaður álversins á Grundartanga um 3,2 milljarðar Hagnaður af rekstri álversins á Grundartanga nam 27,6 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Árið 2012 skilaði reksturinn jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Íslensku álverin högnuðust um samtals 6,48 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 798 milljóna króna, á síðasta ári. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna dróst þá saman um 90 prósent frá árinu 2012 þegar afkoman var jákvæð um 64,5 milljónir dala. Hagnaður Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam 10,7 milljónum dala, samkvæmt ársreikningi sem fyrirtækið skilaði til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra í síðustu viku. Rekstur álversins, sem er í eigu bandaríska álrisans Alcoa, skilaði hins vegar 33,3 milljóna dala hagnaði árið 2012. Sölutekjur fyrirtækisins minnkuðu um 8,6 milljónir dala árið 2013 miðað við árið á undan. Rekstrarkostnaður jókst að auki um rúmar þrjár milljónir dala.Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir afkomu fyrirtækisins háða markaðsverði á áli og bendir á þá staðreynd að álverð lækkaði talsvert á árunum 2012 og 2013. „Álverð hefur nú hækkað og það hefur áhrif á tekjur félagsins. Vonir okkar standa til þess að þessi hækkun á markaðsverði á áli sé komin til að vera og það eru aðrar markaðsforsendur eins og lækkun á álbirgðum í heiminum sem styðja við þetta,“ segir Magnús. Hann vill ekki svara því hvort fyrirtækið geri ráð fyrir að afkoman batni á þessu ári og segir fyrirtækið almennt ekki tjá sig um niðurstöður ársreikninga. Rekstur Norðuráls á Grundartanga skilaði 27,6 milljóna dala hagnaði árið 2013, jafnvirði 3,4 milljarða króna, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Árið 2012 var álverið rekið með jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. Einnig hefur komið fram að álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík var rekið með 31,8 milljóna dala, um 3,9 milljarða króna, tapi á síðasta ári. Tap félagsins fyrir skatta nam 41,3 milljónum dala. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda (Samáls), segir jákvæðar horfur í áliðnaði en tekur fram að hann geti ekki spáð um afkomu einstakra fyrirtækja. „Það blasir við að afkoman í heild ræðst af álverði og það sveiflast og ef við lítum til ársins 2012 var meðalálverð hjá LME (London Metal Exchange) 2.018 dollarar á tonn og það fór síðan niður í 1.845 dollara árið 2013 og það hefur auðvitað áhrif,“ segir Pétur. „Ef við horfum á meðalverð þessa árs þá er það 1.847 dollarar. Það ræðst af því að verðið sveiflaðist niður í upphafi ársins en það hefur styrkst mjög á seinni hluta ársins og er núna í 2.050 dollurum. Maður leyfir sér því að vona að það sé bjart fram undan í þeim efnum enda skín það í gegn í fréttum viðskiptablaða og greiningardeilda að það er mikil umframeftirspurn í Evrópu og Bandaríkjunum og það dregur úr birgðum.“
Tengdar fréttir Hagnaður álversins á Grundartanga um 3,2 milljarðar Hagnaður af rekstri álversins á Grundartanga nam 27,6 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Árið 2012 skilaði reksturinn jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Hagnaður álversins á Grundartanga um 3,2 milljarðar Hagnaður af rekstri álversins á Grundartanga nam 27,6 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Árið 2012 skilaði reksturinn jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. 27. ágúst 2014 07:00